Ég hélt að ég hefði kollsteypst ofan í gríðarstóran lukkupott þegar Ásatrúarfélagið bauð mér að kynna fordæðuskap minn á haustblóti félagsins. Sá fyrir mér Fjörukrárstemmingu og taldi svo víst að þar yrði mikill fjöldi skemmtilegs fólks að ég sagði krökkunum að reikna ekki með mér heim fyrr en síðla nætur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Heilun og menning
Í dag kom heilari í búðina til okkar. Nánar tiltekið „heilunarmeistari“ sem byggir aðferð sína á „hefðbundnum norrænum heilunarshamanisma að hætti víkinga“. Það vantar greinilega stóran kafla í þekkingu mína á norrænni menningu.
Læst: Nýr lífsstíll
Af biturð Jónínu Ben
Ég hef lítið notað blogger til að tjá mig um fréttir. Sé yfirleitt ekki tilganginn með því þar sem nóg af öðru fólki segir allt sem ég vildi sagt hafa um það sem á annað borð vekur áhuga minn. Halda áfram að lesa
Láttu mig í friði
-Hvað er að sjá þig. Gleymdirðu hamingjugrímunni heima?
-Hmprr. Ég er ekki lengur alltaf hamingjusamur. Nú er ég bara næstum því alltaf hamingjusamur.
-Hvað er eiginlega að?
-Það ræði ég þegar ég er tilbúinn til þess. Ef ég verð það þá einhverntíma. Urraði hann. Halda áfram að lesa
Að brenna Angaldós
Endurgjaldslögmálið virkar. Enginn þarf að berja annan með felgulykli því almennt sjáum við um að refsa okkur sjálf. Halda áfram að lesa
Meira um mennskuna
Hversu mörg tækifæri á maður að gefa einhverjum áður en maður afskrifar hann sem drullusokk? spurði Klikkun.
Ég held ekki að sé til nein þumalputtaregla í því sambandi. Þú þarft heldur ekkert að velta því fyrir þér ef þú bara horfist í augu við sjálfan þig og viðurkennir tilfinningar sem eru af einhverjum dularfullum ástæðum feimnismál. (T.d. höfnunarkennd, afbrýðisemi, biturð, niðurlæging, einmannaleiki og hefnarþorsti.) Ef þú gefur skýr skilaboð um leið og réttlætiskennd þín er særð, munu drullusokkar og dræsur hverfa úr lífi þínu af sjálfsdáðum. Þú verður kannski aldrei neitt rosalega vinsæll en þú getur allavega treyst þeim sem eftir standa. Halda áfram að lesa