Hugleiðing menningarvita

Aðdáendendaklúbburinn bauð mér í leikhús í kvöld. Ausa og Stólarnir. Ég hafði mjög gaman af Stólunum en Ausa er algert meistaraverk. Ilmur Kristjánsdóttir er … mér er orðvant og það gerist ekki oft; ég hef aldrei, aldrei séð annan eins einleik. Það vera allir að sjá þessa sýningu -það er skipun! Halda áfram að lesa

Sumir bara ná þessu ekki

Ég er ekki símaglöð kona. Ég lít á síma sem öryggis og upplýsingatæki, ekki afþreyingartæki. Þeir sem vilja halda uppi einhverjum félagslegum samskiptum við mig verða bara vessgú að koma í heimsókn eða í versta falli hringja og segja hratt skýrt og skorinort, geturðu hitt mig á kaffihúsi í kvöld, ókei, bæ, sjáumst. Þetta vita allir sem þekkja mig. Nema sumir. Sumir bara ná þessu ekki. Halda áfram að lesa

Beðið eftir Georgie

Á þeim tíma var margt öðruvísi, eiginlega allt. Nema sumt. Það breytist ekki.

-Það er svo skrýtið að dauðinn er það skiljanlegasta af þessu öllu, sagði ég við Carmen og heyrði að enskan mín var farin að smitast af spænska hreimnum hennar. Sagði henni svo að þótt hann væri dáinn væri ég í rauninni ekkert sorgmæddari en ég hafði orðið í öll skiptin sem við slitum sambandinu og að ég hefði dálítið samviskubit vegna þess. Halda áfram að lesa