Ég sá Glæp gegn diskóinu í gær. Það er góð saga en mig vantar almennilegt íslenskt orð yfir tilfinninguna sem góð saga skilur eftir. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Sál mín situr á fjósbita
Oftast fara skoðanir mínar og tilfinningar saman. Svo upplifi ég þessi undarlegu augnablik þegar hjartað segir eitthvað allt annað en höfuðið. Það er skrýtið. Halda áfram að lesa
Þarfatrapísan
Ég skil neysluhyggju, svona að vissu marki.
Ég skil alveg löngunina til að eiga allskonar fínt og gera allkonar gaman.
Ég skil líka þörfina fyrir stöðutákn.
Ég hef aldrei haft gaman af að þræða útsölur og það veldur mér of mikilli vanlíðan að vera blönk til að ánægjan af nýjum hlutum bæti það upp, en ég veit að verslunaræði er eins og hver önnur fíkn, óheppileg viðbrögð við óhamingju Halda áfram að lesa
Er samhengi milli kynlífsvanda og heimsku?
Ég er búin að sjá tvo þætti af sex inspectors. Mér finnst stjórnendur þáttanna benda á marga góða punkta en er komin að þeirri niðurstöðu að kynlífsvandamál þessa fólks stafi fyrst og fremst af ólýsanlegri heimsku.
Ég meina, spáið aðeins í hugsunarferil parsins sem var í þættinum í gær. Halda áfram að lesa
Allt að gerast
Vika þar til við fáum aukarýmið afhent. Leirbrennsluofn fylgir. Vííí!
Hryðjuverkavopn endurheimt
Syni mínum Byltingamanninum lukkaðist eftir talsvert þóf að endurheimta pennann sem Vörður laganna og félagi hans gerðu upptækan þegar hann mætti á álráðstefnu síðasta föstudag.
Halda áfram að lesa
Ákall til íslenskra kynvillinga
Ég hef séð tvo þætti af Auga öfuguggans. Þar er sko þjónusta sem ég væri til í að hafa aðgang að.
Plííís! Ef glaðbeittur hópur íslenskra kynvillinga er að hugsa um að búa til svipaða þætti hér heima, má þá sonur minn Sveitamaðurinn vera fyrsta verkefnið?