Þarfatrapísan

Ég skil neysluhyggju, svona að vissu marki.
Ég skil alveg löngunina til að eiga allskonar fínt og gera allkonar gaman.
Ég skil líka þörfina fyrir stöðutákn.
Ég hef aldrei haft gaman af að þræða útsölur og það veldur mér of mikilli vanlíðan að vera blönk til að ánægjan af nýjum hlutum bæti það upp, en ég veit að verslunaræði er eins og hver önnur fíkn, óheppileg viðbrögð við óhamingju Halda áfram að lesa

Ákall til íslenskra kynvillinga

Ég hef séð tvo þætti af Auga öfuguggans. Þar er sko þjónusta sem ég væri til í að hafa aðgang að.

Plííís! Ef glaðbeittur hópur íslenskra kynvillinga er að hugsa um að búa til svipaða þætti hér heima, má þá sonur minn Sveitamaðurinn vera fyrsta verkefnið?