Einhverjir halda að skilgreiningin á hreiðurgerðarmanni sér frá mér komin en svo er ekki. Ég las einhversstaðar fyrir löngu sálfræðilega úttekt á fólki sem er haldið skuldbindingarfælni. Því miður man ekkert hvar ég las hana eða eftir hvern hún er en allavega var fræðilegt yfirbragð á henni og vitnað í rannsóknir á fyrirbærinu. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Íslenska dindilhosan
-Þú ættir að bjóða þig fram sem íslenska batsjellorett, sagði hann. Ég hló.
-Ég er ekki að grínast, sagði hann og hljómaði eins og honum væri virkilega alvara.
Jamm, það færi mér vel. Hvaða lúði sýnir frumlegustu smjaðurtæknina og fær piparkerlingu í verðlaun? Missið ekki af næsta þætti af íslensku dindilhosunni! Halda áfram að lesa
Nornakvöld
Nornakvöld fyrir leshing með mat og öllu tilheyrandi. Spúsa mín ennþá í tarotmaraþoni.
Frýrnar hæstánægðar og skemmta sér hið besta. Ég eins og fluga hinummegin við þilið og það get ég sagt ykkur að þessar nornir eru sko ekki að sóa tímanum í eitthvert small talk. Vissara að fara ekki nánar út í þá sálma.
Small talk
Du Prés ráðleggur mér að æfa mig í almennu kjaftæði (small talk) Satt að segja finnst mér meiri áskorun að halda uppi samkvæmisblaðri um bólfarir en listaverk, enda þótt du Prés telji það umræðuefni ekki henta. Ég held að sé alveg eins hægt að halda uppi innhaldslausu þvaðri um það eins og hvað annað. Bara að virða regluna um að hafa ekki of sterkar skoðanir og halda umræðunni á ópersónulegu plani. Býður líka upp á möguleikann á nánari kynnum. Halda áfram að lesa
Að vilja eða vilja ekki
Almennt er snjallt að gera allt sem maður vill og ekkert sem maður vill ekki.
Stundum rekst þetta tvennt á en fólk sem er ekki þeim mun eigingjarnara og heimskara velur sjaldan kost sem er beinlínis skaðlegur. Mann langar kannski að aka yfir á rauðu ljósi en það þarf ekki mikinn ástríðuhita til að langa ennþá meira að komast heim án þess að drepa einhvern. Halda áfram að lesa
Nýjar hendur
Á nýju tungli er við hæfi að fara í vakurleikaviðgerð.
Eftir síðustu tilraun til að gerast iðnaðarmaður, framdi ég vakurleikaviðgerð á sjálfri mér. Fólst hún í því að fela ummerkin eftir fúgusparslið (ég neita að skirfa spartl) með hvítum plastnöglum. Það reyndist hvorki fögur lausn né endingargóð. Úr því var bætt í morgun og verða hinar nývökru hendur mínar til sýnis í Nornabúðinni í dag. Einnig verður opið hús heima hjá mér í kvöld, svo þeir sem komast ekki til að berja krumlur mínar augum á vinnutíma, geta komið og vottað þeim aðdáun sína heima.
Bílastæðamafían
Síðustu daga hafa tveir bílastæðaverðir húkt í bílahúsinu á Vesturgötu eða á stéttinni fyrir utan það allan daginn. Í hvert sinn sem bíll kemur í húsið eða fer, skrifar annar þeirra eitthvað í bók á meðan hinn drekkur kaffi.
Þetta hljóta að vera mjög mikilvægar upplýsingar sem þeir eru að skrá, fyrst bílastæðasjóður er með tvo menn á launum við það. Halda áfram að lesa