Byltingin endurheimt. Ferðasagan töluvert frábrugðin útgáfu fjölmiðla og þó hefur mér fundist hlutleysis gætt betur en oft áður. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Sonur minn sárfættur
Byltingin er kominn af fjöllum eftir rúman sólarhringslabbitúr með stuttri setu í bíl og er nú staddur á Vík í Mýrdal. Bræður hans 8 hljóta að vera synir Hilmars. Allavega ætla ég ekki að standa í því að sauma 9 rauðar skotthúfur fyrir jólin.
Skyldi þessi reynsla duga honum til að sannfærast um gagnsemi þess að taka bílpróf?
…og allt verður fullkomið
Ég er þjónn þinn og lærlingur, sagði Búðarsveinninn. Það fannst mér fallegt.
Elsku drengurinn heldur að hann sé kominn í draumastarfið. Ég lofaði honum skítalaunum og gnægð hundleiðinlegra verkefna en hann ljómaði bara eins og hann hefði aldrei heyrt um neitt skemmtilegra en að fara í Sorpu, flokka steina eftir stærð, glíma við hálfónýtan prentara og telja geðfatlað fólk ofan af því að eyða örorkubótunum sínum í hluti sem gætu haft neikvæð áhrif á bata þess.
Nú þarf ég bara að ráða spákonu, markaðsstjóra, símadömu, skotveiðimann og bakara og þar með þarf ég ekki að gera neitt nema skrifa sonnettur og lakka neglurnar á mér. Svo læt ég byggja mér kastala í Vesturbænum svo ég geti setið við efsta turngluggann og horft á veldi mitt rísa.
Búðarsveinn fundinn
Búðarsveinninn byrjar í dag. Ég veit að mörgum kann að þykja undarlegt að ráða ungan pilt þegar ég á tvo slíka heima. Málið er að ég elska drengina mína mjög mikið og þótt þeir hjálpi auðvitað til, vil ég alls ekki gera vinnuna og heimilislífið að einu og sama fyrirbærinu. Ég veit heldur ekki hvernig það færi með Andlit byltingarinnar að þurfa að velja á milli þess að taka laugardag í að þjóna annaðhvort byltingunni eða Nornabúðarveldinu. Það væri svona svipað og að láta barn velja á milli foreldra. Auk þess mun það ekki hafa fjölskylduharmleik í för með sér þótt búðarsveinninn bregðist á ögurstundu eða ef kemur upp ágreiningur varðandi kaup og kjör. Fyrir nú utan það að þeir hafa svosem nóg annað að gera, báðir. Halda áfram að lesa
Af undarlegri uppblossun ástsýki minnar
Einn rólegur dagur og ég verð heltekin af draumórum um loðnara kynið. Búin að máta 10 eða 12 menn inn í fantasíuna um sunnudagsmorgun í eldhúsinu, með bökunarlykt og sunnudagskrossgátu og öllu, en enginn þeirra fellur almennilega að ímyndinni. Ég sakna manns sem ég þekki ekki (ef hann er þá til). Þetta er ekki lagi, ég meina það. Halda áfram að lesa
Á jaðrinum
Sumt virðist of augljóst til að maður geti almennilega trúað því.
Maður hugsar sem svo að ef þetta væri nú þannig í pottinn búið, þá hlyti það annaðhvort að vera uppi á yfirborðinu, eða þá svo rækilega falið að manni dytti það ekki í hug. Maður gerir sig að fífli með því að ganga út frá því að hið augljósa sé misskilningur, kjaftasaga eða varnarháttur. Halda áfram að lesa
Ymprað á sannindum
Lögmál 1
Allt sem skiptir máli tekur þrefaldan þann tíma sem maður reiknaði með í upphafi.
Lögmál 2
Ef maður er svo fyrirhyggjusamur að reikna með þreföldum tíma, tekur það samt tvisvar sinnum þann tíma. Halda áfram að lesa