Þjóðin vildi sjá stjörnur …

… en á þessum svartasta degi lýðveldisins lýsti himinn yfir þjóðarsorg.

Og á þessum tíma almennrar upplýsingar, slagaði Þjóðin niður Vesturgötuna, gapti upp í nornina sem stóð úti og samhryggðist landinu sínu og spurði: af hverju er rafmagnslaust?

Uppfært til skýringar: Tilefnið var viðburðurinn Slokkni ljós kvikni stjörnur Sama dag hófst vatssöfnun í Hálslón.

Lúxus nútímamannsins

-Þegar ungum manni er illt í pólitíkinni og maður getur ekkert gert til að laga það…
-Þegar maður veit af ósögðum orðum að honum er meira illt í erfiðri ákvörðun en pólitíkinni og gæti ekki létt honum þá ákvörðun þótt maður vildi…
-Þegar það eina sem maður getur gert er að vera til taks og það lagar samt ekkert…

Í velmegunarsamfélagi verður það samlíðunin með Ástu Sóllilju í heiminum.

Siðfræði dagsins

Man ekki hvar ég heyrði þessa sögu …

Einu sinni var lítil, feit mús sem hélt að hún væri fugl. Dag nokkurn var hún að leita sér að æti en það gekk fremur hægt þar sem hún var stöðugt gónandi upp í loftið til að gá hvernig gengi hjá hinum fuglunum. Allt í einu kom hún auga á glæsilegan örn sem sat í makindum hátt uppi í tré og virtist ekki þurfa að gera nokkurn skapaðan hlut. Halda áfram að lesa

I feel pretty!

Það er bara heppni að fá fokdýra ullarkápu í stærð 34 á 70% afslætti. Og bara af því að það var maí, var ég næstum því hætt við að kaupa hana.

En nú er að koma vetur og hún er hlý og hún passar á mig og svo er hún rauð líka.

Mighty mouse bjargar deginum

Ég verð ekki símalaus á næstunni eins og ég reiknaði með. Það er nefnilega hægt að fá réttar upplýsingar og jafnvel þjónustu í þokkabót hjá Símanum, ef maður á í nánu vináttusambandi við einn þeirra örfáu starfsmanna sem vita eitthvað um símkerfi.

Ég hringdi í innanhússmanninn. Það eina sem þurfti að gera var að kaupa nýtt kort og segja gamla númerinu upp. Ef ég hefði fengið réttar upplýsingar hjá þjónustuverinu, hefði ég getað gert þetta sjálf en elskulegur vinur minn tók 20 mínútur af matartímanum sínum í að redda málunum. Ekki 10 daga, heldur 20 mínútur.

Hryðjuverk dagsins

Ég veit um mann sem hefur lagst svo lágt að hrella litla telpu með óbeinum hótunum um að drepa gæludýrið hennar. Auðvitað er eitthvað mikið að manninum en geðsýki gefur engum rétt til að beita nokkra veru tilgangslausu ofbeldi, hóta því eða gefa slíkar hótanir í skin.

Viðkomandi drulluhali hefur nú fengið skýr skilaboð og mun væntanlega fá nett frekjukast á næstunni. Mér þykir óendanlega vænt um þann sem sýndi þá framtaksemi sem þurfti til þess.

Uppfært til skýringar: Maðurinn í næsta húsi hafði sett upp skilti með mynd af afhausuðum hundi. Haukur fjarlægði það.