Kannski á maður ekki að lesa of mikið í það sem fólk gerir EKKI og ég veit eiginlega ekki af hverju þetta angar mig svona mikið því hann er góður við mig og búinn að hitta fjölskylduna og allt það, en við erum búin að vera saman í 3 mánuði og hann er ennþá skráður einhleypur á facebook. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Lífrænar sláttuvélar
Bjartur og Svartur buðust til að slá lóðina fyrir mig. Eða öllu heldur að lána mér lífrænar sláttuvélar á meðan þeir eru á Fjóni. Kanínubúrið er flennistórt og þegar kaínínurnar eru búnar að gæða sér á ofvöxnu grasinu undir því, dreg ég það aðeins til svo þær geti slegið næsta reit. Allir ánægðir. Halda áfram að lesa
Gerði Facebook út af við bloggarann?
Bloggmenningin breyttist töluvert þegar flestir bloggarar voru komnir með facebook síðu. Facebook er að mínu mati mikil snilld, þrátt fyrir gerviheiminn, gerviblómin og gervirauðvínið, miklu þægilegra að nota fésið til að fylgjast með umræðunni, auðvelt að ná til margra í einu og þarf ekkert rss til að sjá hverjir eru virkir. Halda áfram að lesa
Morðæði í eldhúsinu
Við stóðum í eldhúsinu þegar Júlíus kom fram á öðru hundraðinu með flugnaspaðann á lofti og sveiflaði honum vígalega í átt að nætufiðrildi sem reyndist hraðfleygara en ætla mætti. Fiðrildið flögraði undir eldhússgardínuna og andartaki síðar var Júlíus kominn upp í eldhússvaskinn, hékk í gardínustönginni og bandaði spaðanum undir gluggatjaldið. Halda áfram að lesa
Af dönsku læknamafíunni
Ég veit ekki úr hverskonar morgunkornspökkum starfleyfi danskra lækna eru upprunnin. Var að vísu búin að sjá heimildamynd um læknamafíuna í Danmörku en reiknaði einhvernveginn ekki með að sannreyna það á fyrsta ári. Halda áfram að lesa
Búsæld
Mér finnst skemmtilegt að finna leiðir til að nýta mat. Kannski óvenjulegt áhugamál í þessu ofneyslusamfélagi sem við lifum í en ég held að heimurinn yrði betri ef fleiri leggðu sig fram um að nýta það sem til er í stað þess að henda nýtanlegum hlutum (og mat) og pína hálfa jörðina til að gefa meira en við þurfum og hinn helminginn til að taka við óendanlegu magni af sorpi. Halda áfram að lesa
Af krúttum
-Þú gleymdir að kyssa mig bless, sagði Bjartur.
Nújá? Gleymdi ég því? Er ég semsagt vön að kveðja hann með kossi? Já líklega geri ég það venjulega en ég hef aldrei pælt neitt sérstaklega í því. Halda áfram að lesa