Stundum á táknmál orðtaka og málshátta fáránlega vel við. Byrgið í sálrænum og trúarlegum skilningi brunnið til ösku en í Krossinum brennur eldur trúarinnar sem aldrei fyrr.
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Guðjón Byrgisson, Guðný Byrgisdóttir…
Það lítur út fyrir að heil kynslóð Byrgisbarna vaxi úr grasi á næstu árum.
Án þess að ég ætli að afsaka dónakallinn; hafa þessar konur aldrei heyrt um getnaðarvarnir? Eða var hugmyndin að ala upp nýja þjóð sem er runnin af hans blessaða sæði?
Gullkorn af einkamal.is
Það er greinilega alveg málið að blokkera bara stíft. Ég fæ næstum engan póst á e-m lengur, kannski 2-3 skeyti á dag en er komin með 13 manna úrtak á msn og þeir virðast allir prýðismenn. Hef hitt 5 og það var bara sá fyrsti sem reyndist augljóslega fáviti. Halda áfram að lesa
Anda léttar
Byltingin búinn að gefa sig fram eftir allt of langt sambandsleysi. Ég var farin að hafa áhyggjur en snillingarnir í Saving Iceland höf’ðu upp á honum. Hvaða heilastöð ætli að þurfi að meðhöndla til að koma honum almennilega í skilning um að orðið „týndur“, merkir ekki „þegar þú ert einn uppi á hálendinu í vondu veðri og ratar ekki heim“ eða „þegar mannræningjar hafa flutt þig nauðugan til Venesúela og skorið af þér litlu tána,“ heldur bara einfaldlega „þegar mamma þín veit ekki hvar þú ert“?
Hann er allavega staddur í Reading og allt í lagi með hann. Ætlar að senda tölvupóst seinna í dag.
Myndi það hræða þig?
-Ef ég gæti lesið hugsanir þínar, myndi það hræða þig?
-Nei.
-Flestum þætti það ógnvekjandi.
-Mér þætti það líka gagnvart mörgum öðrum. Halda áfram að lesa
Kerfið ræður
Nornin: Ég var að skoða yfirlitið frá þér og sumar tölurnar stemma ekki við blaðið sem ég er með fyrir framan mig.
Þjónustuaðili: Nú? Hvernig getur staðið á því?
Nornin: Já það er nú einmitt það sem ég er að velta fyrir mér. Hvernig fannstu þessar tölur?
Þjónustuaðili: Þetta bara spýttist svona úr prentaranum.
(Ég fann að ég varð skrýtin á svipinn)
Nornin: Jaaaaá, en þá hljóta tölurnar að vera svona í skjalinu. Ekki prentar hann eitthvað annað en stendur þar?
Þjónustuaðili: Nei, þetta er eins hjá mér, tölvan vill hafa þetta svona, munar miklu?
Nornin: Nei, nei, þetta munar ekki nema nokkrum krónum, ekkert stórmál en ég vil samt hafa þetta rétt svo við þurfum að finna villuna. Hvar fékkst þú þessar tölur?
Þjónustuaðili: Ég veit það ekki almennilega. Þetta er bara svona í kerfinu.
Alltaf finnst nú leiðrétting á endanum en já, mér finnst ég ennþá vera dálítið skrýtin á svipinn.
Og það varð ljós
Hitti mann af e-m í dag. Afskaplega frambærilegan á allan hátt og ef hann er með „hidden agenda“ þá hefur honum tekist mjög vel að blekkja mig.
Þetta er bara annar maðurinn sem ég hitti í þessari umferð. Held að með þeirri skilvirku aðferð sem ég nota núna (að hafa markhópinn þröngan og blokkara strax þá sem ekki falla í hann) hljóti mér að takast að finna nokkra klassamenn.