Lítið ljós

Uppáhaldsviðskiptavinurinn okkar í Nornabúðinni, hann Árni Beinteinn, var í Kastljósinu á föstudaginn.

Þessi strákur er þegar búinn að ná langt en auk þess að vera hæfileikaknippi þá er hann svo indæll og skemmtilegur að í raun ættu Félags- og Menntamálaráðuneytið að gera hann upptækan og ferðast með hann um landið sem sýnidæmi um afleiðingu af jákvæðu hugarfari og góðu uppeldi.

 

Búið!

Loksins búin að tæma íbúðina og þrífa með dyggri aðstoð múgs og margmennis. Ég hef aldrei fengið svona marga til aðstoðar við flutninga. Reyndar vissi ekki einu sinni að ég ætti svona marga vini. Það sem meira er, ég þurfti ekki einu sinni að biðja um hjálp, mér var boðin aðstoð úr aðskiljanlegustu áttum. Svona góð hjálp er auðvitað ómetanleg. Ekki bara vegna þess hvað það sparar manni mikla vinnu og álag, heldur líka af því að það lýsir svo mikilli góðvild og umhyggju að bjóðast til að leggja á sig erfiða aukavinnu bara af almennilegheitum. Halda áfram að lesa

Mörg drösl

Í hvert sinn sem ég flyt öðlast ég nýja trú á mannskepnuna.

Mér þykja flutningar alltaf erfiðir og kvíðvænlegir og ég hef fyrir satt að ég sé ekkert ein um það. Ég hef enga ástæðu til að halda að öðrum þyki skemmtilegt að bera húsgögnin mín og bókakassana, skrúfa niður ljós, festa upp hillur og allt annað sem fylgir þessu veseni. Samt er alltaf nóg af fólki boðið og búið að hjálpa mér á allan hátt. Oftast fólk sem ég hef aldrei hjálpað við flutninga. Halda áfram að lesa

Það skyldi þó aldrei vera

Lærlingurinn: Ég held að konur fái eitthvað sérstakt kikk út úr því að þrífa.
Nornin: Við fáum kikk út úr því að hafa hreint í kringum okkur, ekki út úr því að þrífa.
Lærlingurinn: Jú, ég held að þið fáið kikk út úr því. Þú ert t.d.rosalega einbeitt með kúst og tusku.
Nornin: Mmmphrfmp. Þú ert ekki svo vitlaus. Ég drep náttúrulega skít. Það er ákveðið kikk fólgið í því að drepa.
Lærlingurinn: Ég held að ríki þögult samkomulag á milli kynjanna. Karlinn fær útrás fyrir kynhvötina og í staðinn fær konan að þrífa.