Ég hef aldrei skilið þessa hrifningu kvenna á skeggjuðum körlum.
Ég hef kysst skeggjaðan mann. Mér þótti vænt um þann mann. Annars hefði ég heldur ekki kysst hann. Skegghárin á honum stungust upp í nefið á mér. Ég sagði honum að hormottan yrði að fjúka ef hann vildi fleiri kossa frá mér og hann varð hálfmóðgaður en lét þó undan.
Finnst konum í alvöru þægilegt að hafa eitthvað loðið framan í sér eða er fólk almennt ekkert sérstaklega mikið fyrir að kyssast?