Byltingin er kominn í bæinn ásamt sinni elskulegu.
Ég átti erfitt með að slíta faðmlagið en tilgangurinn helgar meðalið. Ég rak þau í bað.
Byltingin er kominn í bæinn ásamt sinni elskulegu.
Ég átti erfitt með að slíta faðmlagið en tilgangurinn helgar meðalið. Ég rak þau í bað.
Ég held að ég sé búin að finna uppskriftina að vel heppnuðu djammi. Hún hljóðar svo:
Undirbúningur: Brauðsneið með hnetusmjöri, létt andlitsförðun.
Klæðnaður: Það sem hendi er næst (reyndar eftir að maður hefur komið því í verk að setja svitastokkinn æfingagalla í þvottakörfuna, það eru takmörk fyrir því hversu kærulaus maður getur verið um útganginn á sér) og skór sem hægt er að ganga á án þess að eiga á hættu að hálsbrjóta sig.
Félagsskapur: 1 skemmtileg kona og hugsanlega 1 stimamjúkur barþjónn. Aðrir karlmenn skulu hundsaðir, einkum og sér í lagi ef þeir eru drukknir, illa lyktandi og vilja sitja sem þéttast upp við mann og fræða mann um enska knattspyrnu.
Veitingar:1 léttvínsglas, 1 dísætur kokteill, 2 konfektmolar.
Staður: Reyklaus.
Tími: 21:30-00:05
Heimferðarmáti: 90 sekúndna ganga.
Það var milljón gaman og ef ég finn færri en 5 innsláttarvillur í þessari færslu í fyrramálið, þá er það til marks um að ég sé hæfilega full líka.
Er farin í rúmið. Líður svo vel að ég nenni ekki einu sinni að jesússa mig.
Litli leikarinn: Ég keypti mér tvenn kjólföt. Ein svört og ein hvít. Eiginlega ætti ég líka að fara í dekurnudd og fótsnyrtingu fyrir afhendinguna en ég held að ég láti það bíða þar til ég tek við verðlaununum í stað þess að afhenda þau.
Ég held að reyklaust djamm passi mér mun betur en það sem ég hef áður reynt en verð samt að játa á mig ákveðnar efasemdir. Af hverju ekki djamm að degi til með zero hávaða, zero ofuölvun og zero biðröðum? Halda áfram að lesa
Bókin sem Ámann spyr um heitir Sesselja Síðstakkur. Ég man ekki eftir neinu öðru úr þeirri bók, veit ekki hver höfundur er eða einu sinni hvort hún er íslensk eða þýdd úr öðru máli.
Þetta hlýtur að vera mjög eftirminnileg málsgrein. Og sönn.
Stefán og drengirnir hans fóru með mér á matar og menningarkvöldið hjá félaginu Ísland-Palestína í gær. Halda áfram að lesa
Ligg vakandi og gæti þess að hreyfa mig varlega. Heyri samt á andardrætti þínum að líklega ert þú vakandi líka. Halda áfram að lesa