Trúin læknar nottula allt

Reyndar vildi ég miklu frekar að trúboðar beindu áróðri sínum að slagsmálahundum og fyllibyttum en að börnum í leik- og grunnskólum en mér finnst samt eitthvað óhuggulegt við að fá staðfestingu á því að yfirmaður hjá lögreglunnii álíti trúboð gott stjórntæki.

Vinkona mín varð fyrir alvarlegu bílslysi í fyrra og hefur átt við þráláta verki að stríða síðan. Um daginn fór hún til læknis og bað um sterkari verkjalyf. Nú vill svo til að fyrir 15 árum var hún í óreglu og væntanlega í tilefni af því spurði læknirinn hana hvort hún héldi ekki að hún hefði meira gagn af AA fundum en verkjlyfjum. Óháð því hvort er einhver ástæða fyrir hugmyndum hans um að hún ætli að misnota lyfin (mér finnst sjálfri eðlilegt að treysta fólki sem hefur tekið ábyrgð á lífi sínu í 15 ár) er með öllu óþolandi að fólki sem leitar til læknis sé vísað á sértrúarsöfnuð. Að sama skapi vil ég að löggæslan sinni sínu starfi án aðstoðar trúboða.

Þingmenn eru líka fólk

Í Kastljóssþætti gærdagsins tók Jónína Bjartmartz Helga Seljan í nefið fyri óvandaðan fréttaflutning sem virðist ekki eiga við nein rök að styðjast. Helgi reyndi að klóra í bakkann með því að fá hana til að „viðurkenna“ að hún hefði leiðbeint tengdadóttur sinni. Óttalega var það nú vesæl nauðvörn.

Hvað með það þótt Jónína hafi gefið góð ráð? Er það bannað? Er það ósiðlegt? Mér þætti það hverri tengdamóður til vansa að neita að leiðbeina flóttamanni um refilstigu kerfisins og reyndar tel ég það siðferðilega skyldu hvers mannréttindasinna sem hefur til þess tök og þekkingu.

Ég trúi því ekki að nokkur góðgjörn manneskja leggi það að jöfnu við siðspillingu að sýna venslafólki samstöðu. Alþingismenn eiga alveg sama rétt á því og annað fólk að styðja sína nánustu svo framarlega sem þeir misnota ekki aðstöðu sína. Það væri að tala um þetta sem spillingarmál ef Jónína sæti ennþá í allsherjarnefnd en svo er ekki. Það væri líka hægt að flokka þetta sem spillingu ef nefndin hefði veitt stúlkunni ríkisborgararétt af einskærri greiðasemi við Jónínu og þá væru það meðlimir nefndarinnar sem væru sekir um spillingu.

Helgi Seljan kom illa út úr þessu viðtali. Hann átti það skilið.

 

 

Rekinn!

Haukur er mikil félagsvera og þótt hann hafi strax tekið þá afstöðu að líta á dóminn sem launað frí til menntunar og ritstarfa í þágu Saving Iceland, og þótt hann hafi notið þeirra forréttinda að fá að valsa eftirlitslaust um borgina var hann samt feginn þegar honum var sagt að hann yrði fluttur á Skólavörðustíginn þann 13. ágúst. Halda áfram að lesa

Inn vil ek!

Þegar Byltingin mætti til afplánunar inn í Hverfisstein, stundvíslega kl. 13 þann 6. ágúst, munaði litlu að hann þyrfti að brjóta sér leið inn. Engin kannaðist við að eiga von á honum og hann var m.a.s. beðinn að leggja fram boðun í afplánun til sönnunnar. Það vildi svo vel til að hann var með boðunina með sér, svo hann losnaði til að fremja glæp á staðnum til að fá inngöngu. Halda áfram að lesa

Forgangsmálin

Sonur minn Byltingin var dæmdur til 18 daga fangavistar fyrir að trufla stóriðjufyrirtæki við þá iðju sína að eyðileggja jörðina. Þetta er algengur dómur fyrir ölvunarakstur enda mun dómskerfinu þykja það álíka alvarlegur glæpur að stofna lífi og limum vegfarenda í hættu og að minna stjórnvöld og stórfyrirtæki á að til er fólk sem ætlar ekki að horfa aðgerðarlaust upp á náttúruspjöll og mannréttindabrot í þágu áliðnaðarins.

Halda áfram að lesa