Á bloggsíðu Heimis L. Fjeldsted hefur skapast áhugaverð samræða milli mín og Sigurjóns Vilhjálmssonar um áliðnaðinn. Þar sem við Sigurjón erum komin nokkurn veg frá efninu sem Heimir lagði upp með, finnst mér hálf óviðkunnanlegt að einoka bloggið hans undir þá samræðu. Ég kýs því að svara Sigurjóni hér. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Álrænt fling
Ég hef alltaf verið svolítið svag fyrir íróníu. Það vantar góða íslenska þýðingu á það orð því íslenska orðið kaldhæðni nær aðeins litlum hluta þess sem telst írónía. Ég held þó að sé óhætt að ganga svo langt að kalla það kaldhæðni þegar Björgólfur fær hvatningarverðlaun fyrir að kaupa sér tónlistarmenn og þegar Baugur fær útflutningsverðlaun. Halda áfram að lesa
Vikuleg mengunarslys
Þetta er bara ekki rétta aðferðin
Svar til vélstýrunnar
Í bloggpistli dagsins dregur Vélstýran upp hroðalega mynd af veröld án áls.
Ég er nokkuð oft búin að auglýsa eftir upplýsingum um það hvaða kolaknúnu álverum, einhversstaðar í veröldinni, hefur verið lokað af því að „umhverfisvæn“ álver voru opnuð á Íslandi eða annarsstaðar? Er eitthvað sem styður þá tilgátu að álver á Íslandi séu annað en viðbót? Halda áfram að lesa
Bjargvættirnar komnar á kreik
Duglegt fólk frá mörgum löndum dreif sig í Helguvíkina í morgun.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið birti ég hér að neðan nánari útlistun. Hinir munu sjálfsagt gjamma um hryðjuverkamenn og atvinnulausa atvinnumótmælendur í þeirri sælu blekkingu að ‘hreina orkan’ okkar sé að bjarga jörðinni frá kolaknúnum álverum í Kína og okkur Íslendingum frá hungurdauða.
Glæpur án fórnarlambs
Af hverju er bannað að vera öðrum undirgefinn? Auðvitað á að vera bannað að kúga aðra en ef ég ákveð sjálf að hlýða manninum mínum, og hann er til í að taka að sér að bera ábyrgð á mér, sjá fyrir mér og segja mér fyrir verkum hvar er þá fórnarlambið í þeim glæp? Ef konan hefur ekki valið sér þetta hlutskipti sjálf, væri þá ekki nær að refsa þessum karlmönnum sem undiroka hana?
Börn eru oftast foreldrum sínum undirgefin. Á þá ekki að synja þeim um ríkisborgararétt líka?
Glætan spætan að þetta snúist um lög eða siðferði.
![]() |
Undirgefni samræmist ekki frönskum gildum |
