Svo sem sjá má af umræðum á netmiðlunum, velta margir því nú fyrir sér hverskonar refsing hæfi fjöldamorðingja og hvort Úteyjarmorðinginn eigi yfirhöfuð að njóta mannréttinda. Þessi umræða lýsir fullkomnu skilningsleysi á því hvað mannréttindi eru. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Þegar Vestmannaeyjapakkið lagðist á velferðarkerfið
Ég var á 6. ári þegar ég fann í fyrsta sinn til samúðar með ókunnugum. Fram að því höfðu ókunnugir verið einhverskonar grár massi sem kom manni ekki við en nú allt í einu var raunverulegur áhyggjusvipur á foreldrum mínum og ég settist í fyrsta sinn niður við fréttatíma sjónvarpsins. Ég man að ég hugsaði að ég hlyti að vera orðin mjög stór fyrst ég væri að horfa á fréttirnar en líklega hafa liðið nokkur ár þar til annað fréttaefni vakti áhuga minn. Það var ekki ég sem var stór, heldur voru þetta stórfréttir. Halda áfram að lesa
Ómar Valdimarsson finni sér vinnu sem hann ræður við
Ómar R. Valdimarsson segist eftir að hafa lesið Hæstaréttardóminn, sannfærður um sekt sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ég velti því fyrir mér hvort Ómar hafi virkilega ekkert frétt af því að þeir sem dæmdu málið voru hinir sömu og fóru með rannsókn þess. Halda áfram að lesa
Lögfest mannréttindabrot
Enda þótt alþjóðlegir mannréttindasáttmálar tryggi rétt flóttamanna til að bjarga lífi sínu með því að villa á sér heimildir á meðan þeir eru að komast í öruggt skjól, skirrast íslensk stjórnvöld aldrei við að þverbrjóta þessi sjálfsögðu mannréttindi. Svo langt gengur viðbjóðurinn að þrátt fyrir að gæsluvarðhaldi megi aðeins beita þegar hætta er á að glæpamaður spilli rannsókn máls eða vegna þess að hann er álitinn hættulegur, er í lögum sérákvæði um útlendinga sem talið er að villi á sér heimlidir. (Sjá útlendingalögin 5. kafla, 29.grein.) Halda áfram að lesa
Þarf að hreinsa út úr Hæstarétti?
Vinsamlegast hlustið á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson.
Það er semsagt ekki hægt að fá málið tekið fyrir hjá mannréttindadómstólum. Og jafnvel þótt óháð rannsóknarnefnd komist að þeirri niðurstöðu að rannsóknaraðferðir hafi verið ólögmætar, munu sakborningar ekki fá uppreisn æru við það. Halda áfram að lesa
Um fordóma gegn ljóskum
Bubbi Morthens er geðveikt þreyttur á fordómum gagnvart ljóshærðum konum. Heldur því fram að t.d. Anna Mjöll hafi liðið fyrir að vera ljóshærð og sé vanmetin vegna þess. Halda áfram að lesa
Um meinta hræsni varðandi Geirfinnsmálið
Undarleg og ósannfærandi finnst mér sú hugmynd sem einhverjir halda nú á lofti að það sé tilgangslaust að berjast fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, nú þegar Sævar er látinn. Þeir eru einnig til sem álíta að það sé tillitsleysi við fjölskyldur þeirra sem í hlut eiga að krefjast endurupptöku. Sumir halda því fram að þar sem enginn sýndi þessum málum áhuga áður, þá sé það tóm hræsni að fara af stað með einhverjar stuðningsaðgerðir nú. Sennilega er lítil þörf á að taka það fram að þeir sem nú hrópa hræsni hræsni lyftu fæstir litla fingri til að gera eitthvað í málunum sjálfir á meðan Sævar lifði. Halda áfram að lesa