Um daginn bauð ég kynþáttahatara velkomna til umræðunnar um málefni innflytjenda, með því skilyrði að þeir útskýrðu hugmyndir sínar og færðu rök fyrir máli sínu. Rökfærslan hefur að vísu gengið brösuglega en þó er ég nú orðin nokkru vísari um hugarheim þessa merkilega fólks sem hefur tileinkað sér mannkyns- og menningarsöguþekkingu sem hingað til hefur verið fræðimönnum gerókunnug. Það er ekki við því að búast að margir leggi það á geðheilsu sína að lesa allan þennan vaðal en ég hef tekið saman helstu niðurstöður.
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Innflytjendamýta 3 – glæpahneigð innflytjenda
Eitthvað ætlar að standa á kynþáttahöturum að þiggja boð mitt um að nota tjásukerfið til að gera grein fyrir skoðunum sínum. Það virðist vera eitthvað flókið þegar krafan er sú að þeir færi rök fyrir máli sínu. Jæja, það er þá kannski hægt að halda áfram að ræða innflytjendamýturnar án þess að hnjóta endalaust um þessa þjóðarmorðsþvælu.
Sú mýta sem sennilega er líklegust til að ýta undir kynþáttaofsóknir er þessi: Halda áfram að lesa
Inngangur að innflytjendamýtum
Síðustu daga hafa nokkrar mannvitsbrekkur sem kalla sig þjóðernissinna, tjáð sig um málefni strokuþrælsins frá Máritaníu á umræðukerfi DV. Þótt ég aðhyllist frjálslega flóttamannastefnu, skil ég vel áhyggjur þeirra sem sjá fyrir sér hörð kynþáttaátök og hafa áhyggjur af því að mikill fjöldi innflytjenda ali af sér efnahagsvanda og ýmis félagsleg vandamál. Ég hef hinsvegar takmarkað umburðarlyndi gagnvart skoðunum þeirra sem álíta að lausnin á þessum vanda sé fólgin í aðskilnaðarstefnu og telja hvítt fólk og kristið á einhvern hátt öðru fólki æðra og rétthærra. Halda áfram að lesa
Dæmi um innflytjendamýtur
Innflytjendavandamál skapast þegar ólíkri menningu er blandað saman
Þetta fólk kemur hingað til að taka vinnu frá okkur
Þau koma hingað til að leggjast á velferðarkerfið
Kynlíf með múslímum
Byssumannasamtökin blóð og gröftur halda því fram að hvíti kynstofninn sé í útrýmingarhættu og álíta að besta ráðið til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Íslendingum sé að hindra samneyti okkar við aðra „óæðri“ kynstofna. Halda áfram að lesa
Hjartarsalt í minningu Sævars Ciesielksi
Undir stéttinni í bakgarðinum mínum býr maurasamfélag. Stundum sé ég kvikindin hreinlega streyma upp úr glufu milli hellnanna, hundruðum saman og marsera upp á þröskuldinn. Ég strái dátlitlu hjartarsalti á þröskuldinn og í kverkarnar, þeir forðast það og halda sig mest úti í garði. Þetta eru skaðlaus grey, jafnvel dálítið krúttleg hvert um sig um en verða ógeðþekk þegar þau koma saman í þúsundatali. Mér er sama um þá í hæfilegri fjarlægð en vil síður hafa þá iðandi á eldhússborðinu mínu.
Stjórnarskrártillagan er ónothæf
„Konur og karlar skulu njóta jafnréttis í hvívetna, með þeim takmörkunum sem settar eru með lögum.“
Hvernig ætli landanum litist á þetta ákvæði í stjórnarskrá ríkis sem fylgir Sharía lögunum?