Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Mær um Mey
Íslendingar eru svo lánsamir að njóta leiðsagnar sér viturra fólks í flestum efnum. Þannig hefur blessað yfirvaldið t.d. á að skipa nefnd sérfróðra manna sem hefur þann starfa að hafa vit fyrir sauðmúganum þegar hann gefur börnum sínum nöfn. Það er líka eins gott því ef mannanafnanefndar nyti ekki við má ætla að fólk myndi nota tækifærið til að niðurlægja börnin sín með því að nefna stúlkur Íngismey Flatlús og drengi Jónabdullah Facebook Fiðrildareður. Halda áfram að lesa
Andverðleikasamfélagið ári síðar
Gaur fær vinnu út á það að koma vel fyrir og standa sig vel í viðtölum. Hann er að vísu nátengdur einkavinavæðingunni en það er nú ekki mínus (líklega bara plús ef eitthvað er) og svo er hann Framsóknarmaður en það skiptir auðvitað engu máli heldur. Ekki hefur komið fram hvað hann hefur til brunns að bera sem aðrir umsækjendur hafa ekki. Halda áfram að lesa
Að príla yfir girðingu
Eins og ég er mótfallin ríkisvaldi, hef ég samt samúð með alþingismönnum og öðrum stjórnmálamönnum. Þetta eru andstyggileg störf að því leyti að það er nánast útilokað að gera neitt sem ekki er líklegt að verði gagnrýnt harkalega. Halda áfram að lesa
Var Tobba búin að kúka?
Ég hef stundum kvartað yfir því að blaðamennska á Íslandi sé á lágu plani. Að engu sé fylgt eftir, að hlutverk fréttamanna sé aðallega það að halda á hljóðnema og þeir þurfi í raun ekki að kunna neitt nema nota copy-paste skipunina og renna erlendum fréttum í gegnum þýðingarvél. Halda áfram að lesa
Næstmesta smekkleysa síðustu daga
Sé ennþá á bloggáttinni fyrirsögnina „Matthías týndur“. Ég veit ekki hvort þetta er algert dómgreindarleysi hjá blaðamanninum eða bara fullkomin smekkleysa. Kannski þetta eigi bara að vera fyndið? Halda áfram að lesa
Bylting – og hvað svo?
Ég er búin að hugsa svo mikið um þetta. Það er semsagt fullkomlega eðlilegt að skilja ekki vexti, vísitölur og önnur hagfræðihugtök, þau eru nefnilega fullkomlega óeðlileg og álíka gagnleg og flatlús. Halda áfram að lesa