Að skrifa nafnið sitt
Löggan rétti honum blað og túlkurinn sagði að hann ætti að skrifa nafnið sitt á það. Hann sagði honum að í skjalinu væri rakið það sem hann hefði sagt lögreglunni af högum sínum. Mouhamed skildi ekki það sem stóð á blaðinu en hann kunni að skrifa nafnið sitt og fannst sjálfsagt að gera það fyrst hann var beðinn um það enda hafði hann enga hugmynd um merkingu þess að undirrita skjal sem lögreglan réttir manni. Þeim fannst undirskriftin víst ekki nógu góð. Hann fékk annað blað og löggan teiknaði einhver tákn á miða og sagði honum að setja þau á blaðið í staðinn fyrir nafnið sitt. Hann spurði hvort þeir væru að gefa honum nýtt nafn en túlkurinn útskýrði fyrir honum að svona væri nafnið hans ritað með latnesku letri. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Saga strokuþræls – 5. hluti
Mouhamed frjáls
Valencia var yfirþyrmandi. Hann hafði sjaldan komið í þéttbýli, aldrei til Nouakchott og þótt Nouadhibou sé næststærsta borg Máritaníu var munurinn á henni og Valencia svo sláandi að hann óttaðist í fyrstu að hann myndi aldrei komast af í vestrænu samfélagi. Allt var nýtt. Bókstaflega allt. Svo óraunverulegt að fyrstu dagana hélt hann að sig hlyti að vera að dreyma, segir hann. Halda áfram að lesa
Saga strokuþræls 4. hluti
Flóttinn
Meirihluti svartra manna í Máritaníu eru þrælar. Að vísu hefur þrælasala verið ölögleg þar frá árinu 1981 en þótt opnir þrælamarkaðir tíðkist ekki er hefðin fyrir erfðaþrælum mjög sterk og tilraunir mannréttindasamtaka til að sporna gegn þrælahaldi hafa litlu skilað. Þrælahald var ekki gert refsivert fyrr en 2007 en ennþá hefur enginn dómur fallið vegna þrælahalds. Halda áfram að lesa
Saga strokuþræls – 3. hluti
Aðbúnaður og refsingar
Líf þrælsins snýst um erfiðisvinnu, allan daginn, alla daga en það er þó langt frá því að harðræðið sem þeir búa við felist einungis í vinnuþrælkun, þeir búa einnig við vanæringu, skort á heilsugæslu og líkamlegt og andlegt ofbeldi. Halda áfram að lesa
Saga strokuþræls 2. hluti
Menntun Mouhameds
Þrælar fá enga frídaga og þar sem endalausar kröfur eru gerðar til þeirra, þurfa allir að leggja sig fram. Börn fá því afskaplega lítinn tíma til leikja. Leikir felast helst í því að elta smádýr, syngja kvæði og segja sögur. Í samfélagi Mouhameds nýttust kvöldin ekki til félagslífs af neinu tagi því oftar en ekki var fólkið útkeyrt af þreytu og hafði ekki orku til annars en að nærast áður en það gekk til náða. Halda áfram að lesa
Saga strokuþræls – 1. hluti
Mouhamed Lo fæddist í ánauð einhversstaðar í suðurhluta Máritaníu. Hann telur líklegast að hann sé fæddur um miðjan desember 1988 en þar sem fæðingar þrælabarna eru hvergi skráðar, er útilokað að fá það staðfest. Fæðingarstofan var tjaldið sem foreldrar hans bjuggu í og fæðingalæknirinn ólæs kona sem hafði numið af móður sinni og hafði óljósa hugmynd ef þá nokkra, um nútíma lyf og lækningatól. Halda áfram að lesa
158 netföng
Kynferðisbrotamál: Atvikum lýst í smáatriðum. Hvað stóð í sms-inu. Hver káfaði á hvaða líkamshluta og hvernig. Hvað var sagt og hver stóð, sat eða lá í hvaða stellingu við hliðina á hverjum. Halda áfram að lesa