Barnaheimilið í Reykjanessbæ

Í Reykjanessbæ er gistiheimilið Fit (eða Fitjar?) Þar eru flóttamenn vistaðir eftir að þeir koma úr fangelsi fyrir skjalafals (en slík refsing stríðr gegn Flóttamannasamningi SÞ) og áður en þeim er synjað um hæli. Þótt formlega sé Fit ekki fangelsi er staðsetningin hamlandi og athyglisvert er að þegar lögreglan hefur komið til að henda mönnum úr landi en gripið í tómt, tala fjölmiðlar um að maðurinn hafi „strokið“, sem segir okkur heilmikið um það hlutverk sem þessar búðir gegna. Halda áfram að lesa