Jón Magnússon gerir aumkunarverða tilraun til að klóra yfir skítinn sem hann varð uppvís að í síðasta pistli sínum um málefni flóttafólks. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Ekki lengur svalur forseti
Ólafur Ragnar er sumsé ákveðinn í að halda áfram. Og alveg búinn að gleyma því að hann bauðst til þess af göfuglyndi sínu að sitja tvö ár í viðbót. (Einar Karl kjarnhreinsaði framboð Ólafs hér, jafnvel Lára Hanna hefði ekki skafið jafn snyrtilega utan af honum.) Halda áfram að lesa
Enn einn bullkúrinn
Ég var ekki fyrr búin að pósta síðustu færslu en ég rakst á þetta endemis bull.
Kona sem segist grennast um heilt kg á einni viku með því að vera í megrun þrjá daga vikunnar en borða allan „venjulegan“ mat (hvað sem það nú merkir) hina dagana. Halda áfram að lesa
Þarf ég fitu til að brenna fitu?
Ég hef aldrei verið heilsufrík og ekki fylgst sérstaklega með umræðu um líkamsrækt, næringu og megrun. Þó hef ég ekki komist hjá því að verða hennar vör og stundum heyrt fremur ótrúverðugar staðhæfingar.
Barnaheimilið í Reykjanessbæ
Í Reykjanessbæ er gistiheimilið Fit (eða Fitjar?) Þar eru flóttamenn vistaðir eftir að þeir koma úr fangelsi fyrir skjalafals (en slík refsing stríðr gegn Flóttamannasamningi SÞ) og áður en þeim er synjað um hæli. Þótt formlega sé Fit ekki fangelsi er staðsetningin hamlandi og athyglisvert er að þegar lögreglan hefur komið til að henda mönnum úr landi en gripið í tómt, tala fjölmiðlar um að maðurinn hafi „strokið“, sem segir okkur heilmikið um það hlutverk sem þessar búðir gegna. Halda áfram að lesa
Svar við gagnrýni á Silfrið
Gagnrýni mín á feminisma í Silfri Egils síðasta sunnudag hefur vakið miklu meiri athygli en ég átti von á. Ég hef aðallega fengið góð viðbrögð en einnig dálitla gagnrýni. Gagnrýnina má draga saman í eftirfarandi staðhæfingar: Halda áfram að lesa
Flóttamannahluti Silfursins
Hér er flóttamannahlutinn af viðtalinu sem birtist í Silfri Egils síðasta sunnudag. Þess má geta að hvergi í gögnum Útlendingastofnunar er saga Mohammeds Lo dregin í efa.