Fangelsismálastofnun svarar bréfi

Ég hef ekkert legið á skoðunum mínum á ofbeldisstofnunum ríkisvaldsins en það mega bæði Lögreglan og Fangelsismálastofnun eiga að þeim erindum sem ég hef sent þeim hefur verið svarað. Nú geta talsmenn stofnana yfirleitt ekki tjáð sig um mál tiltekinna einstaklinga og ég átti þessvegna aldrei von á því að fá fullnægjandi svar við þessu bréfi; ég sendi það aðallega til þess að koma til Fangelsismálastofnunar og fjölmiðla skilaboðum um spurningar sem brunnu á mér og fjölda annarra borgarara varðandi þetta mál. Halda áfram að lesa

Lára Hanna og vefvarpið

Lára Hanna Einarsdóttir er einn af bestu fréttamönnum Íslands. Ég hef reyndar ekki séð nein skrif frá henni um klæðleysi fræga fólksins eða annað það sem nær efstu sætum vinsældalistanna í andverðleikasamfélagi íslenskra fjölmiða en ólíkt meirihluta fréttamanna vinnur hún almennilega heimildavinnu. Hún kafar oftast miklu dýpra í málin en flest fjölmiðlafólk og er ötul við að grafa upp gamla atburði og setja þá í samhengi við ný mál. Fáir hafa verið jafn iðnir við að nota þá aðferð til að varpa ljósi á heildarmyndina. Halda áfram að lesa

Af hugvitssamlegum reikningsaðferðum Fangelsismálastofnunar

Ég er ekki búin að fá svar við bréfi mínu til Fangelsismálastofnunar sem ég birti síðasta  mánudagskvöld. Ég held þó að ég sé, með hjálp athugulla manna, búin að fá botn í það hversvegna Baldur Guðlaugsson er kominn í endurhæfingu á lögmannsstofu eftir aðeins hálft ár í fangelsi, þrátt fyrir að hafa fengið tveggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Vandinn liggur í hugtakanotkun Fangelsismálastofnunar en hugtakið „afplánunartími“ virðist hafa a.m.k. tvær ólíkar merkingar. Halda áfram að lesa

Bréf til fangelsismálastjóra

Sæll Páll

Fangelsismálastofnun hefur ekki svarað nokkrum spurningum sem ég sendi henni í gær og varða fréttir af því að refsifangi afpláni dóm utan fangelsis. Í dag hefur komið fram í fréttum að talsmenn stofnunarinnar muni ekki tjá sig um einstök mál svo ég á ekki von á þvi að fá fullnægjandi svör við þeim spurningum mínum sem varða Baldur Guðlaugsson. Ég mun því ekki spyrja frekar um mál Baldurs þótt það sé vissulega áhugavert, heldur óska ég svara þinna við nokkrum spurningum sem ekki varða ákveðna einstaklinga en tengjast upplýsingum sem Smugan hefur eftir þér um almennar reglur. Halda áfram að lesa