Íslenskir sundlaugagestir orðnir allt of margir

Einu sinni ók ég gullna hringinn í von um að sjá Gullfoss og Geysi. Það urðu mikil vonbrigði. Á báðum stöðum var allt troðfullt af einhverjum útlendingum sem tróðust fram fyrir mig svo ég sá ekki neitt. Loksins lyfti maðurinn minn mér upp svo ég sá smávegis en þar sem tugir annarra augna voru glápandi á fossinn, fékk ég ekki nema lítinn hluta af upplifuninni í minn hlut. Halda áfram að lesa

Gallar á tillögu stjórnlagaráðs eru ekki frágangssök

Seinna í dag hitti ég konsúlinn og gef Alþingi skilaboð um álit mitt á stjórnarskrártillögunni. Ég álít hreint ekki að hún sé gallalaus en til þess að ný stjórnarskrá verði tekin upp þarf umræða að fara fram í þinginu. Þessvegna ætla ég að mæla með því að tillaga Stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Halda áfram að lesa

Er gott að gera heimspeki að skyldufagi í grunnskólum?

Ég efast ekki um að sum börn hefðu gaman af því að læra heimspeki og að mínu mati er ekkert fráleitara að bjóða íslenskum börnum upp á heimspeki en þjóðsögur Gyðinga. Hvort er einhver ástæða til að skylda öll börn til að læra allt sem boðið er upp á er meira álitamál og þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar í þingsályktunartillögunni sem sagt er frá hér eru verulega vafasamar. Halda áfram að lesa

Valdsorðaskak – Gestapistill eftir Pétur Þorsteinsson

Nú er það þannig að Ísland á engan her, ekkert bakland þjálfaðra bardagaþursa, til að tryggja völdin, líkt og aðrar þjóðir.

Eini hópurinn sem gæti tekið völdin í landinu á hluta úr degi er lögreglan. Það er ekki það sem stéttin hefur viljað hingað til – en lengi má manninn reyna… (Eða hvað?)

Tilvitnunin hér að ofan er niðurlag Feisbókar-glósu kunns lögreglumanns með langan starfsferil að baki. Halda áfram að lesa

Framtak Össurar og súru berin hans Bússa

Enginn íslenskur ráðherra hefur tekið jafn afdráttarlausa afstöðu með mannréttindum og Össur Skarphéðinsson. Ef þingmenn Hreyfingarinnar eru frátaldir, hefur sennilega enginn þingmaður Íslandssögunnar staðið sig jafn vel í mannréttindamálum og hann. Tilvitnun hans í Reagan á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var flott útspil og varla hægt að hugsa sér beittari niðurlægingu fyrir Netanyahu en að vera settur á bás með gömlu Sovétríkjunum, og því áhrifameira að það skuli gert með orðum fyrrum Bandaríkjaforseta. Líkingin liggur þó í augum uppi því Berlínarmúrinn var í hugum minnar kynslóðar tákn aðskilnaðar og kúgunar og var hann þó töluvert minni en aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna. Halda áfram að lesa

Rendi skilur ekki hvað starf hans felur í sér

Það er alveg rétt hjá Ríkisendurskoðanda að það er ekki boðlegt að bera saman kostnað Íslendinga og Dana við bókhaldskerfi fyrir stjórnsýsluna. Íslendingar hafa nefnilega ekki aðeins eytt óþarflega miklum peningum í búnaðinn heldur einnig borgað fyrir þjónustu sem aldrei var innt af hendi en það myndu Danir seint gera. Halda áfram að lesa