Mikið hefur verið rætt um kosningu Hildar Lilliendahl sem hetju ársins og halda margir því fram að svívirðingum hafi rignt yfir hana.
Þegar frétt fær meira en 4000 ummæli er ekkert undarlegt þótt meðal þeirra sé eitthvert ógeð. Það er verðið sem við greiðum fyrir frjálsan aðgang allra að umræðunni, óháð greind, innræti, geðheilbrigði og stafsetningarkunnáttu. Ég nennti ekki að lesa nema 134 innlegg. Ef er eitthvað að marka það úrtak voru fáir úr hópi hinna 7800 stuðningsmanna Hildar Lilliendahl sem tjáðu sig á kommentakerfinu en stór meirihluti þeirra kommentara sem ég las lýsti óánægju með að Hildur hefði orðið fyrir valinu. Flestir gerðu það án þess að nota fúkyrði. Halda áfram að lesa →