Eiga þingmenn rétt á nærgætni?

Í umræðunni um umræðuna er orðið einelti notað af óhóflegu örlæti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagðist fyrir nokkrum vikum hafa verið lagður í einelti á borgarafundi þegar fundargestur sýndi honum ókurteisi og nú skilgreinir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir það sem einelti þegar margir gera grín að Vigdísi Hauksdóttur og Jóni Bjarnassyni. Þessi umræða er löngu komin út í rugl. Við erum ekki að tala um varnarlaus skólabörn sem geta ekki sinnt daglegum störfum sínum vegna ofsókna og þora jafnvel ekki út úr húsi, heldur valdafólk sem hefur fulla burði til að svara fyrir sig.
Halda áfram að lesa

Að gefa ríkisstjórninni séns

268813_10201141269924005_734261846_nÞeir sem benda á ósamrýmanleg markmið og ótrúverðugan málflutning formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fá gjarnan tilmæli um að „gefa ríkisstjórninni séns“.  Tortryggni í garð ríkisstjórnarflokkanna er afgreidd sem neikvæðni. Mig rekur reyndar minni til þess að sama gagnrýni frá sama fólki hafi fengið sömu einkunnir á árunum fyrir hrun. Efasemdir um ágæti þenslunnar voru sagðar svartagallsraus og nöldur.

Halda áfram að lesa

Pyntingaklefar

Eitt af því sem við skoðuðum í Úganda var dýflissan þar sem Idi Amin lét þá sem hann taldi til fjandmanna sinna rotna í hel í bókstaflegri merkingu.  Forsetahöllin, Mengo-höllin eins og hún er kölluð eftir hæðinni þar sem hún stendur, er frekar nútímaleg bygging. Höllin sjálf er lokuð ferðamönnum en hægt er að skoða dýflissuna sem er þar í bakgarðinum. Halda áfram að lesa

Skilaboð mín til Erlings Freys Guðmundssonar

Fúskið á íslenskum fjölmiðlum er löngu hætt að koma mér á óvart svo þótt mér þyki miður að fjölmiðlaveldi 365 segi upp hæfu fólki, get ég ekki sagt að ég sé beinlínis hissa á því.  Ég er hinsvegar furðu lostin yfir því að nokkrum skuli detta í hug að standa að uppsögn á þann hátt sem lýst er í fyrrnefndum pistli Láru Hönnu.

Halda áfram að lesa

Silfurskeiðabandalaginu er sama um þig

merida-makeover-disney-petition-w724-289x300Góðæri framundan, hæhó jibbýjei, nú er víst óhætt að hefja partýið aftur.

En veistu hvað; markaðsráðgjöfum Disney er sama um ímynd Meridu. Markmið þeirra er ekki að virða listaverk, hvað þá að vinna gegn staðalmyndum, heldur að græða eins mikla peninga og mögulegt er. Eigendur Disney myndu setja skegg á Pétur Pan og gera Öskubusku að feminista ef þeir héldu að það skilaði meiri gróða. Halda áfram að lesa

Því þeir vita hvað þeir gjöra

Þótt ríkisstjórn Silfurskeiðabandalagsins hafi enn ekki verið mynduð er Framsóknarflokkurinn samt strax búinn að afreka það að svíkja eitt mikilvægasta kosningaloforð sitt, loforð sem vafalítið skýrir drjúgan hluta af skyndilegri fylgisaukningu flokksins. Þetta kosningaloforð má sjá í stefnuskrá Framsóknarflokksins en þar er eitt markmiðanna að: Halda áfram að lesa