Mikið óskaplega finnst mér ósmekklegt hvað fjölmiðlar leggja sig mikið eftir fréttum af fæðingu síamstvíbura. Eiga fréttir af fötlun sem engin leið er að fyrirbyggja virkilega sérstakt erindi við almenning? Ég efast um að foreldrar og læknar yrðu hrifnir ef sjónvarps- og blaðamenn mættu á staðinn til að taka myndir í hvert sinn sem barn fæddist með vatnshöfuð, litningagalla eða aðra fötlun en þegar um samvaxna tvíbura er að ræða er engu líkara en heimurinn standi á öndinni af löngun til að berja afskræminguna augum og enginn virðist mótmæla.
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Þarf ég limágræðslu?
Ég var rétt í þessu að opna tölvupóstinn minn sem ég hafði ekki litið á í 3 daga. Í pósthólfinu vor 15 skilaboð, öll frá fyrirtæki sem síðustu vikur hefur oft á dag sent mér bréf þess efnis að ég eigi kost á að kaupa eitthvert töfralyf sem stækkar typpi og eykur stinningu. Ég hef aldrei svarað slíkum pósti heldur eytt honum jafn óðum enda hef ég ekki typpi (hvað þá typpi sem ég vil láta stækka) og þekki engan og hef aldrei þekkt neinn sem mér finnst þurfa á slíku töfraefni að halda. Halda áfram að lesa
Furðulegt réttarfar
Þetta er fyrsti pistillinn sem ég skrifaði um dómsmál. Frá þeim tíma hafa dómar í líkamsárásarmálum þyngst nokkuð en ennþá virðast dómstólar líta ofbeldi mildari augum en fíkniefnabrot. Í dag er ekki refsivert að selja kynlíf en hinsvegar er refsivert að kaupa það.
Nokkur dæmi um rökvísi mannanafnalaga
Markmið mannanafnalaga er að stuðla að því að Íslendingar beri nöfn sem falla að beygingar- og hljóðkerfinu, lúti almennum stafsetningarreglum og séu fólki sæmandi. Þegar listinn yfir leyfð mannanöfn er skoðaður kemur þó í ljós að undantekningarnar frá reglunum eru svo margar að reglurnar eru nánast ónothæfar. Við skulum líta á nokkur dæmi: Halda áfram að lesa
Er vímuleysi það eina sem skiptir máli?
Sonur minn er á 17. ári og hefur tekið sína gelgju út með því að hlusta á tónlist sem er mér ekki að skapi. Það finnst mér miklu betri kostur en að hann brjótist til sjálfstæðis með því að nota vímuefni og umgangast fólk sem ekki er til þess hæft að lífa í samfélagi manna. Því hef ég tekið því brosandi þegar hann fer á dauðarokktónleika í Hinu Húsinu. Hitt Húsið mun enda fylgja þeirri stefnu til hins ítrasta að banna vímuefnanotkun á staðnum enda er aldurstakmark á slíka tónleika 16 ára. Halda áfram að lesa
Auðvitað er Guð til
Ég hef verið að velta fyrir mér annars vegar þeirri skoðun yfirlýstra trúleysingja að Guð sé ekkert annað en hindurvitni og hins vegar þeim rökum sem trúað fólk færir fyrir tilvist guðdómsins. Halda áfram að lesa
Leyfið börnunum að lifa í lyginni áfram
Þá er nú komið að því að blessaðir unglingarnir okkar ganga formlega í sértrúarsöfnuð sem kallast Þjóðkirkjan. Ekki til að taka virkan þátt í starfi hennar, heldur af því að flestir gera ráð fyrir því. Halda áfram að lesa