Kaþólska kirkjan biðst afsökunar

Kaþólska kirkjan biðst afsökunar. Þá hlýtur nú öllum að líða betur er það ekki?

Ónei! Það líður engum rassgat betur þótt kaþólska kirkjan biðjist afsökunar. Enda er opinber afsökunarbeiðni frá stofnun bara leiksýning til að róa fólk.

Stofnanir bera vissulega ábyrgð gagnvart þolendum starfsfólksins að því leyti að þeim er skylt að grípa til viðeigandi rástafana þegar upp kemst um óhæfu. Hinsvegar er það ekki stofnunin sem slík sem bregst skyldu sinni heldur eru það manneskjur.

Afsökunarbeiðni í eðli sínu persónuleg. Það er hreinlega ekki trúverðugt að ópersónuleg stofnun iðrist gjörða starfsmanna sinna. Þær persónur sem enn eru á lífi og brugðust á sínum tíma, ættu að biðja þolendurna afsökunar á sínu eigin skeytingarleysi. Allt í lagi að gera það opinberlega en þá líka augliti til auglitis. Þ.e.a.s. að því tilskildu að þeir sem í hlut eiga iðrist framkomu sinnar. Það er nefnilega heldur ekkert gagn í afsökunarbeiðni ef hugur fylgir ekki máli.

Og enginn mun deyja

Ég yrði hræðilegur hermaður. Ekki af þvi að ég gæti ekki undir neinu kringustæðum drepið. Reyndar held ég að ég ætti ekkert erfitt með það eftir stranga herþjálfun að líta óvininn sömu augum og krabbamein. Nei ekki þessvegna, heldur af því að ég myndi ekki hitta belju þótt ég héldi í halann á henni.

Og það gengi nú ekki, allavega ekki í her Bandaríkjamanna. Þeir gera sko alvöru kröfur um að hermenn hitti það sem þeir miða á

Ég er voða svekkt yfir því að Bandaríkjamenn ætli ekki að sjá um þetta einir en það er þó huggun harmi gegn að í raun eru það þeir sem stjórna Nato. Þessvegna er engin hætta á því að neinn deyi í Líbýu nema vondukallar. Ekki frekar en í öllum hinum stríðunum þar sem Bandaríkjamenn og Nató hafa frelsað kúgaðar þjóðir.

Ó þú nautheimska þjóð!

Meirihluti íslensku þjóðarinnar styður forvirkar rannsóknarheimildir.

Það er kannski ekki við öðru að búast.

Þegar allt kemur til alls hefur þessi sama þjóð keypt bækur Arnaldar Indriðasonar í tugum þúsunda eintaka en hinsvegar seldist íslensk þýðing bókar Davids Rose um fangabúðirnar við Guantánamo flóa aðeins í 400 eintökum. Það er ekki von að fólk viti hverskonar kúgunartækifæri það er að bjóða velkomin.

Kannski þyrftu Íslendingar meira á því að halda að taka upp forvarnir gegn heimsku en glæpum.

Starfshættir grunnskóla skulu mótast af trúfrelsi

Nokkrir þingmenn vilja að Alþingi álykti um mikilvægi þess að opinberir skólar vandi til fræðslu um hinn kristna menningararf þjóðarinnar, í þeim tilgangi að stuðlað verði að auknum skilningi á þeirri arfleifð.

Nú minnist ég þess ekki að nokkurntíma hafi komið frá Alþingi neitt sem gefur skólum afslátt af vöndun umfjöllunar sinnar í nokkurri grein. Almennt er gengið út frá því sem sjálfsögðu að skólastarf eigi að vera vandað. Í raun gengur þessi tillaga heldur ekkert út á það að skólar eigi að vanda kristinifræðslu sína, heldur að kirkjan eigi að hafa frjálsan aðgang að skólum.

Spurt er: Ef kynning á hvers konar öðru æskulýðsstarfi, t.d. íþróttafélaga, er heimil, hvers vegna þá ekki kynning á kirkjulegu starfi?

Það er hálfömurlegt að þeir sem telja sig hæfa til þess að hafa vit fyrir þorra þjóðarinnar skuli virkilega þurfa að spyrja svona bjánalega en það er allt í lagi, Norna frænka býr yfir ótrúlegri þolinmæði gagnvart heimskingjum og er alveg tilbúin til að svara. Ég hef svarað þessu áður hér. Læt það duga í bili en ef einhver hefur frekari spurningar um þetta efni eftir lesturinn, skal ég með ánægju ausa af brunni visku minnar.

Íslenski herinn

Eva: Ég held svei mér þá að ég sé að skipta um skoðun á þjóðaratkvæðagreiðslum. Kannski bara best að finna einhvern huggulegan einvald.
Hulla: Hvað nú?
Eva: 26% Íslendinga treysta íslenska hernum! 26%!
Hulla: Jæja já? Og er það eitthvað nýtt að fólk treysti fyrirbæri sem er ekki til?

Mér skilst að spurningin eigi við um heri almennt. Hvurslags fávitagangur er þetta eiginlega? Er t.d. reiknað með því að ef Svisslendingur treysti sínum her, treysti þeir líka herjum Bandaríkjamanna og Japana?