Sérfræðiálit

Hér í hamingjukoti er debat í gangi.

Munu fjölmiðlar draga fram hagfræðinga og aðra „sérfræðinga“ til álitsgjafar á Icesave dómnum og munu nefndir fræðingar „túlka“ niðurstöðuna, eða er þetta of augljóst og einfalt til að fjölmiðar geri sig að fíflum með því að leita til álitsgjafa og álitsgjafar geri sig að fíflum með því að svara?

 

Uppfært:

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/539728386045171

Uns sekt er sönnuð …

Nú þegar þolendurnir hafa fengið bætur á þeirri forsendu að það sé hafið yfir vafa að brotin hafi átt sér stað og það hefur verið staðfest í fjölmiðlum að fyrir liggi skrifleg viðurkenning frá Gísla sjálfum, kemur fram krafa um að þolendur og blaðamenn verði beðnir afsökunar.

Það er virkilega ömurlegt ef fórnarlömbin hafa verið lögð í einelti og vitanlega ættu þeir sem það hafa gert að viðurkenna að þeir hafi komið illa fram. En það réttlætir ekkert þessa umfjöllun DV á sínum tíma eða önnur mál þar sem fólk hefur verið stimplað glæpamenn án þess að málin hafi farið fyrir dóm. Fyrir skömmu benti ég á eitt slíkt mál sem einmitt er á ábyrgð DV