Golden shower

natoÍ dag er gleðidagur. Það hefði verið gaman að reka flóttann en það var enginn flótti sem við getum verið stolt af heldur þurfti herinn nánast að flýja undan íslenskum grenjuskjóðum sem vældu og stöppuðu til að reyna halda honum hér. Samt er þetta góður dagur og í tilefni af því braust ég inn á svæði fjarskiptastöðvarinnar í Grindavík og veifaði fána.

Fyrst merkti ég mér samt á fyrrum yfirráðasvæði Bandaríkjamanna með sömu aðferð og önnur dýr, ég meig á það.

Blessunin bin Laden

osamaAuðvitað dettur engum í hug í alvöru að það skipti einhverju máli hvor Usama bin Laden er á lífi eður ei.

Stóri bróðir veit að mesta blessun stórveldis er sameiginlegur óvinur en óvinurinn er ekki lengur skeggjaði karlinn með handklæðið á hausnum, heldur arabaheimurinn eins og hann leggur sig. Samt snýst allt um Usama. Hann er nefnilega tákn og allir í heiminum, múgmennið, ofurmennið og allir þar á milli eru misákafir táknatottarar.

Póstmódernisminn blífur.

Páfinn

Bíddu, var hann ekki búinn að biðjast forláts? Ætlast þeir kannski til að hann leggist á hnén fyrir framan hvern og einn og biðji hann persónulega afsökunar eða hvern fjandann vilja þeir eiginlega?

Mér finnst páfagarmurinn hafa farið afar óskynsamlega að rðaði sínu en það er ekki eins og þessir öfgamenn stigi í vitið heldur.

Túlkunargleðin í hámarki

páfiFlestir vestrænir fréttaskýrendur telja að muslimar hafi mistúlkað orð páfa.
Páfi ætlaði víst alls ekkert að gera lítið úr islam. Hann vitnaði bara í miðaldagaur sem sagði að Múmhammeð hefði ekki fært heiminum neitt nema illsku. Nei ég skil bara ekkert í því, svona ef maður skoðar samskipti arabaheimsins og Vesturlanda síðustu árin að muslimir hafi túlkað þetta sem móðgun.

Bréf til Glitnis

Debet-Student-Maestro_webÞegar Glitnir auglýsti námsmannaþjónustu sína með því að ráðleggja ungu fólki að taka yfirdráttarlán til þess að eiga bæði fyrir bjór og bakkelsi gekk fram af mér. Þann 9. september 2006 sendi ég Glitni, því skítafyrirtæki svohljóðandi bréf: Halda áfram að lesa

Uppreist

ÁJSumt er ekki hægt að laga. Ekki einu sinni þótt maður sé í réttum flokki.

Sá sem hefur fengið á sig dóm, verður aldrei framar vammlaus. Ekki nema málið sé tekið upp og sakleysi hans teljist sannað.

Hann getur hlotið fyrirgefningu yfirvalda, jafnvel almennings en æra hans verður ekki „reist upp“. Hann getur fengið leyfi til að bjóða sig fram til þingmennsku en þó svo han fái þingsæti verður hann alltaf þingmaðurinn sem laug, stal og misnotaði aðstöðu sína. Vonandi í þátíð en þáið er eins og skugginn í ævintýri H. C. Andersens, það lifir sjálfstæðu lífi.

Hann getur útskrifast úr fangelsi og risið úr fremur eymdarlegri aðstöðu en æra hans rís ekki upp. Ekki nema á pappírum.