Uppreist

ÁJSumt er ekki hægt að laga. Ekki einu sinni þótt maður sé í réttum flokki.

Sá sem hefur fengið á sig dóm, verður aldrei framar vammlaus. Ekki nema málið sé tekið upp og sakleysi hans teljist sannað.

Hann getur hlotið fyrirgefningu yfirvalda, jafnvel almennings en æra hans verður ekki „reist upp“. Hann getur fengið leyfi til að bjóða sig fram til þingmennsku en þó svo han fái þingsæti verður hann alltaf þingmaðurinn sem laug, stal og misnotaði aðstöðu sína. Vonandi í þátíð en þáið er eins og skugginn í ævintýri H. C. Andersens, það lifir sjálfstæðu lífi.

Hann getur útskrifast úr fangelsi og risið úr fremur eymdarlegri aðstöðu en æra hans rís ekki upp. Ekki nema á pappírum.