Krútt eru lítil, sæt og sakleysisleg og segja allskonar sniðugt og heillandi sem gaman er að rifja upp síðar. Börn geta verið krútt. Júlíus frændi minn var krútt þegar hann var fjögurra ára og bað um gular nærbuxur svo hann gæti verið Tarzan á Öskudaginn. Darri var krútt þegar hann var 18 mánaða, benti á endurnar á tjörninni og sagði voff!
Gunnar I Birgisson er ekki krútt. Reyndar algerlega laus við allt krúttípúttí. Það var heldur ekkert krúttlegt af honum að láta bóka eftir sér jafn ómálefnalega athugasemd. Bara heimskulegt sem er ekki það sama því krúttlegar athugasemdir byggjast á misskilningi eða barnslegri heimsýn. Ef eitthvað er er Gunnar I Birgisson ókrútt, vankrútt eða andkrútt.
Annars rifjaði þessi krúttumræða upp fyrir mér samræður okkar Hauks frá síðustu sveitastjórnakosningum:
Fordæðan: Ég er ekki frá því að kynþokki Gunnars Birgissonar sé ívið meiri en kjörþokki hans.
Byltingin: Ég get hvorki tengt kynþokka né kjörþokka við Gunnar Birgisson. Mér finnst aftur á móti enhvernveginn eins og orðið óþokki hringi einhverri bjöllu.
Tjásur: