Og skarðið sem við sáum ekki (en það stoppaði mig ekkert í því að tala um það)
Við fórum ekki Kerlingarskarðið því þá hefðum við þurft að vakna kl 7 og ég stóð auk þess í þeirri trú að kerlingin sæist frá veginum. Halda áfram að lesa
Og skarðið sem við sáum ekki (en það stoppaði mig ekkert í því að tala um það)
Við fórum ekki Kerlingarskarðið því þá hefðum við þurft að vakna kl 7 og ég stóð auk þess í þeirri trú að kerlingin sæist frá veginum. Halda áfram að lesa
Á þriðjudagsmorgun var svo haldið í átt að Snæfellsnesi. Ég hafði haldið að við gætum ekið allt nesið á einum degi en miðað við það hvernig við skoðum landið þyrftum við líklega viku til þess. Svona er ég nú bjartsýn. Halda áfram að lesa
Höskuldargerði
Rétt hjá Snorrastofu er Höskuldargerði. Það er hrossarétt sem var reist til heiðurs einhverjum hestamanni sem hét Höskuldur frá Hofi og tengist Sturlungum varla neitt, a.m.k. ekki Sturlungasögu. Halda áfram að lesa
Amma Hulla var sjálfstæðismaður. Að vísu kaus hún kratana en það sagði hún ekki nokkrum manni. Ekki fyrr en fimm árum áður en hún dó. Ég mátti ekki segja afa það. Hann var kommi og það hefði klúðrað hinu pólitíska ógnarjafnvægi sem ríkti á heimilinu ef hann hefði rennt í grun að hollusta hennar við íhaldið væri orðum aukin. Halda áfram að lesa
Myndin er af Wikimedia Commons
Heiti potturinn hans Snorra er rétt hjá Snorrastofu. Eftirfarandi umfjöllum er tekin beint héðan en stytt lítillega: Halda áfram að lesa
Frá Borgarnesi lá leiðin í Reykholt á slóðir Snorra Stulusonar.Reyndar var spáð góðu veðri í nágrenni Reykholts en þetta varð betra en við áttum von á. Nema auðvitað Hulla, hún efast aldrei um að hún fái það veður sem hún pantar. Halda áfram að lesa
Skallagrímsgarður er lítill en mjög fallegur. Það var reyndar ekki mikið pláss í honum því þar lá kona í sólbaði þar og hún fyllti næstum út í garðinn. Við kunnum ekki við að taka mynd af henni.
Skallagrímsgarður. Myndin er af vefsíðu Markaðsstofu Vesturlands