Æ, hvað það hlýtur að vera sæt hefnd fyrir málfarshroðbjóðana hjá Fréttablaðinu að geta potað smávegis í Davíð Þór. Hljómar svona dálítið eins og þegar krakki sem hefur verið margskammaður fyrir að klína kexkremi í sófann, stendur mömmu sína að því að fara með kex inn í stofu.
Sorrý Stína, það er einfaldlega hægt að gera meiri kröfur til ritaðs máls í dagblaði en beinnar sjónvarpsútsendingar, ég tala nú ekki um þegar þátturinn einkennist af hraða og spennu. Kannski hefði Fréttablaðið efni á að ráða prófarkalesara ef blaðið væri selt þeim sem kæra sig um það í stað þess að því sé troðið í póstkassa hjá fólki sem er margbúið að frábiðja sér heimsóknir blaðbera og annarra rusladreifenda.
Ég legg til að Fréttablaðið verði lagt í eyði, ásamt Moggablogginu og Kópavogi. Og Framsóknarflokknum.