Óskaplega leiðist mér svona fréttamennska

mbl.is Óttast að uppúr sjóði

Þessi fréttamaður tók við mig langt viðtal og þar kom skýrt fram að ég stjórna ekki einu eða neinu, enda vinna þessir aðgerðahópar sem ég hef unnið með ekki eftir einhverju pýramídakerfi. Ég stjórna hvorki hópum né einstaklingum. Hvortveggja þá eru aðgerðasinnar almennt fólk sem lætur ekkert segja sér fyrir verkum og flest okkar gera einnig þá kröfu til annarra að þeir hugsi sjálfstætt og taki frumkvæði. Ég hef engan áhuga á að stjórna fullorðnu fólki, ég hef hinsvegar áhuga á að taka þátt í þeim með jafningjum.Ég hef tjáð mig í fjölmiðlum. Ég hef svarað gagnrýni sem byggir á fordómum og vanþekkingu. Mér lætur vel að tala og skrifa en er hinsvegar ekki góð í því að klifra upp húsveggi eða standa í vegi fyrir fílelfdum lögregluþjónum. Það að ég tali mikið, merkir ekki að ég stjórni neinu og ég gerði þessum fréttamannsskratta það alveg ljóst.

Undarleg frétt

Ég skil ekki þessa frétt og þá á ég ekki við þessa augljósu villu ‘bannað honum að hætta’. Það sem ég skil ekki er hvernig hann sparar á því að taka málin í sínar hendur í stað þess að láta lögguna um það. Varla hafa þjófar sem hafa verið staðnir að verki hingað til fengið að halda ránsfengnum?

Að kunna að skammast sín

Ég var að hlusta á þetta viðtal fyrst núna. Ég hef aldrei verið sérlega hrifin af þeirri öfgafrjálshyggju sem Hannes Hólmsteinn hefur boðað en ég dáist virkilega að viðbrögðum hans við þessu heimildamáli. Það er svolítið vanmetinn hæfileiki að kunna að skammast sín. Mér finnst Hannes sýna þann hæfileika og virði hann meira fyrir vikið.

Þaulsetin

Nokkrar spurningar sem vakna við lestur þessarar fréttar.

-Var klósettið þá ekkert þrifið í tvö ár?
-Af hverju datt hún ekki af klósettinu þegar hún sofnaði?
-Hvar kúkaði kærastinn?
-Ef klósettsetur ná að gróa inn í hold fólks á tveimur árum, hvernig stendur þá á því að maður heyrir aldrei fréttir af inngrónum giftingarhringjum, eyrnalokkum, úrum og öðru skarti sem fólk gengur oft með áratugum saman?
-Spurði fólk sem kom í heimsókn aldrei óþægilegra spurninga?
-Fór kærastinn aldrei að heiman yfir helgi eða hver fóðraði hana þá á meðan?
-Hvaða afsökun gaf hún fjölskyldu og vinum fyrir að hitta engan svona lengi?
-Hvernig fór jólahald fram á heimilinu?

Harmaklám

Ég verð að játa að ég skil ekki alveg þessar fréttir .

Ekkert hefur komið fram um að þessu fólki hafi verið synjað um áfengismeðferð eða það beitt órétti á nokkurn hátt. Er það fréttnæmt að til sé fólk sem vill frekar liggja úti en að þiggja aðstoð til að hætta að drekka? Eða eru skilaboðin þau að þörf sé á hjónaathvarfi fyrir ógæfufólk? Ég er ekki gersneydd eymingjasamúð en mér finnst nú samt að við ættum fyrst að sjá til þess að hjón á elliheimilum fái að deila herbergi. Það er ekki til nein meðferð sem hefur langvarandi áhrif gegn öldrun.

En þetta er náttúrulega ekki frétt. Ekki umfjöllun um félagsleg vandamál heldur. Það er bara kominn tími á einhverja tragedíu til að runkast á. Það er kannski bara góðs viti að fjölmiðlar skuli ekki hafa fundið neitt safaríkara en þetta.