Grýla gamla og feðraveldið

download (1)Ef þjóðtrúin segir okkur eitthvað um samfélagið sem hún er sprottin úr þá segja breytingarnar á henni væntanlega eitthvað líka. Það er ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð að hræða börn til hlýðni með því að siga á þau óvættum og með breyttum viðhorfum breyttust jólaskrímslin. Það er áhugavert að skoða ímyndir óvætta eins og Grýlu og jólasveinanna fyrr og nú. Halda áfram að lesa

Málaga

Komum til Malaga í dag. Erum búin að kíkja á miðbæinn. Göturnar eru flísalagðar og það kemur mér á óvart hvað þær eru hreinar og fínar. Þetta er algjör túristastaður. Veitingahús og minjagripabúðir allsstaðar.

Ég hef aldrei farið á hlýjan stað í skammdeginu fyrr en naut þess virkilega í dag að rölta um í 18 gráðu hita og það byrjar ekkert að skyggja fyrr en eftir kl 5. Það eru jólaskreytingar á öllum torgum og verður væntanlega búið að kveikja á þeim þegar við förum út að borða á eftir.

***

Borðaði dásamlegan skötusel utan dyra í hlýju myrkri, kom svo heim á hótel og uppgötvaði að Colbert Nation þættirnir eru aðgengilegir á Malaga. Líf mitt er fullkomið.

Losum okkur líka við strympu

Fyrst ég var nú komin í þjóðlega gírinn á degi íslenskar tungu, fór ég að velta fyrir mér orðtakinu „nú vænkast hagur strympu.“ Undarlegt að það hafi aldrei þvælst fyrir mér fyrr.  Orðið strympa hefur augljós orðsifjatengsl við stromp og ein skýring sem orðabækur gefa er sú að strympa sé skessa en ég kom þessu ekki heim og saman svo ég spurði snjáldrið. Halda áfram að lesa