Píkan hennar Steinunnar

 

Steinunn Gunnlaugsdóttir er pólitískur lista(kven)maður sem ég vildi gjarnan að væri meira áberandi. Hún á heiðurinn af píkumyndbandinu sem ég tengi á hér að neðan.

Þar sem margar viðkvæmar sálir lesa Eyjubloggið mitt er hætta á að einhverjum misbjóði og fyrst var ég að hugsa um að birta þetta frekar á persónulegu síðunni minni. Við nánari umhugsun ákvað ég þó að sleppa tökunum á forræðishyggju minni og treysta lesendum með píkuóþol til þess að sleppa því bara að opna færslu með fyrirsögn sem vísar á píku.

Halda áfram að lesa

Sérfræðiálit

Hér í hamingjukoti er debat í gangi.

Munu fjölmiðlar draga fram hagfræðinga og aðra „sérfræðinga“ til álitsgjafar á Icesave dómnum og munu nefndir fræðingar „túlka“ niðurstöðuna, eða er þetta of augljóst og einfalt til að fjölmiðar geri sig að fíflum með því að leita til álitsgjafa og álitsgjafar geri sig að fíflum með því að svara?

 

Uppfært:

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/539728386045171

Uns sekt er sönnuð …

Nú þegar þolendurnir hafa fengið bætur á þeirri forsendu að það sé hafið yfir vafa að brotin hafi átt sér stað og það hefur verið staðfest í fjölmiðlum að fyrir liggi skrifleg viðurkenning frá Gísla sjálfum, kemur fram krafa um að þolendur og blaðamenn verði beðnir afsökunar.

Það er virkilega ömurlegt ef fórnarlömbin hafa verið lögð í einelti og vitanlega ættu þeir sem það hafa gert að viðurkenna að þeir hafi komið illa fram. En það réttlætir ekkert þessa umfjöllun DV á sínum tíma eða önnur mál þar sem fólk hefur verið stimplað glæpamenn án þess að málin hafi farið fyrir dóm. Fyrir skömmu benti ég á eitt slíkt mál sem einmitt er á ábyrgð DV

Klámmyndir ársins 2012

lyfjafr

Þessi dræsulega háskólastúdína var klárlega klámmyndafyrirsæta ársins 2011. Myndin var notuð á auglýsingu fyrir sloppasölu lyfjafræðinema. Ég skrifaði stutta hugleiðingu um þessa mynd á sínum tíma.

Þessi klámmynd kom í óvæntar þarfir feminista, því þegar mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar gekkst fyrir ritun sérstaks klámbæklings til þess að sporna gegn kláminu á vinnustöðum borgarinnar, kom í ljós að þar var eiginlega ekkert klám að finna. Halda áfram að lesa

Þátturinn um Jón Múla

Rúv hefur tekist að setja nýtt met í ömurlegheitum með þættinum um Jón Múla. Maður hefði haldið að einhverjir ástsælustu listamenn sem Ísland hefur alið og þessir frábæru menntaskólakrakkar væru efni í góðan þátt en þetta var bara sundurleitt samklastur af úrklippum. Mér finnst þetta efni verðskulda metnaðarfyllri meðhöndlun.