Beggi bróðir minn var að gefa út lag. Maggi Magg pródúseraði og Arnfinnur Rúnar gerði myndbandið.
Beggi er söngvari hljómsveitarinnar Shadow Parade en hefur ekki gefið út lag undir eigin nafni áður. Hann býr yfrir ofgnótt vannýttra hæfileika og á helling af góðum lögum sem hann hefur enn ekki komið út. Ég vona að þetta sé bara byrjunin.




Ég er ekki mikið fyrir áramótaheit en í þetta sinn lofa sjálfri mér því að taka myndir eða sjá til þess að þær verði teknar við öll tilefni sem mig langar að muna. Það gæti jafnvel endað með því að ég læri á snjallsímann eða a.m.k. myndavélina á honum.