Eva: Hey, ég er alvöru lögfræðingur og ég er að vinna á alvöru lögmannsstofu. Er ég þá ekki bara þrælheppin?
Birta: Djííísús! Halda áfram að lesa
Eva: Hey, ég er alvöru lögfræðingur og ég er að vinna á alvöru lögmannsstofu. Er ég þá ekki bara þrælheppin?
Birta: Djííísús! Halda áfram að lesa
Gengum á Móskarðshnjúka í dag. Mouhamed kom með okkur. Ágætt gönguveður, smá vindur en hlýtt. Halda áfram að lesa
Við erum rétt komin úr Hrísey, þar sem við vorum síðustu viku, flesta dagana í skítakulda.
Í dag er 24. júní og enginn smá heiður að útskrifast á sjálfum Þórudeginum. Hjarta mitt svellur af stolti yfir þessari tengingu. Halda áfram að lesa
Ég fékk skýringar á einkunnagjöf fyrir eitt prófanna minna í dag. Ein kennslukona Lagadeildar var svo elskuleg að taka á móti mér þótt ég eigi í raun engan rétt á því fyrst ég gat ekki mætt í prófsýningu á auglýstum tíma. Halda áfram að lesa
Ég hef aldrei komið í Kostkó og hef enga skoðun á þeirri búð. Mér finnst dálítið krúttlegt hversu margir voru með Kostkó á heilanum dögum saman í kringum opunina, og reyndar margir sem eru það enn, bæði fólk sem er emjandi af gremju yfir því að þessi verslun skuli hafa opnað á Íslandi og aðrir sem eru í nánast trúarlegri vímu yfir öllu ódýra fíneríinu sem þar mun fást. Halda áfram að lesa
Bloggið er dautt. Þá á ég við perónulega bloggið sem var vinsælt á árunum 2002-2012, þar sem fólk sagði sögur úr hversdagslífi sínu og viðrar pælingar sínar um daginn og veginn. Ekki reyndar alveg steindautt en Þórdís Gísladóttir er kannski síðasti móhíkaninn. Halda áfram að lesa