Betri skilgreining

fornarlamb5

Stefán kveikti á útvarpinu. Lísa Páls á flakki, einmitt að hefja viðtal við jafnréttisfulltrúa HÍ. Stefán leit á mig sposkur á svip.

,,Ætli þau komist að þeirri niðurstöðu að konur séu fórnarlömb háskólans,“ sagði hann en ógeð mitt á fórnarlambsvæðingu kvenna hefur ekki farið fram hjá honum. Halda áfram að lesa

Undarlegur dómur

Smugan greinir frá því að í Oslo hafi nauðgunardómur verið mildaður vegna heyrnarleysis nauðgarans.

Það er bara ein lausn á þessu vandamáli, að taka upp alþjóðlegt tákn um að nauðgun sé afþökkuð og tattóvera það á ennið á öllum konum. Auðvitað kæmi til greina að kenna öllum konum að segja nei á táknmáli en þar sem getur verið erfitt um vik að nota táknmál rétt á meðan einhver er að draga mann inn í húsasund, dugar sú aðferð ekki.

Annars vekur þetta líka spurningar um það hvort útlendingar eigi ekki að fá refsiafslátt. Hvað ef nauðgarinn kann ekki orð í Norðurlandamálum eða ensku, er þá nokkuð hægt að ætlast til þess að hann átti sig á því hvað konan á við þegar hún gargar, lemur frá sér, berst um, grætur, biður, lippast niður eða frýs af skelfingu?

Viðbrögð við grein Hildar Knútsdóttur

Nokkrar athugasemdir í tilefni af þessari grein:

Þeir sem gagnrýna feminista eru aðallega karlar sem hafa andskotans engin völd að verja en eru ósáttir við að vera úthrópaðir sem kúgarar og ofbeldismenn og finnst að mörgu leyti halla á karlmenn. Hinsvegar konur sem telja að sumar áherslur feminista stríði gegn hagsmunum kvenna og stuðli að verra samfélagi. Halda áfram að lesa

Kynlífstæknar og gleðimenn

paying-hooker-elite-daily

Guðmundur Andri Thorsson kallar vændiskaupendur „vændismenn“. Ég hef séð þetta orð sem og „vændiskarlar“ notað um viðskiptavini vændiskvenna á fleiri stöðum. Skil í raun vel að fólki þyki óviðeigandi að nota orðið vændiskúnni. Það getur nefnilega átt við um fólk af báðum kynjum og þar með felur orðið ekki í sér nógu mikla áherslu á það að allur viðbjóður sé í eðli sínu karlkyns. Halda áfram að lesa