Kvenbúningar bannaðir – karlbúningar ekki?

Árið 2014 komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að Frökkum væri stætt á því að banna fólki að hylja andlit sitt á almannafæri og þar með andlitsslæður múslímakvenna. (Dóminn má lesa í enskri þýðingu hér.) Í vikunni féll dómur í svipuðu máli gegn Belgíu. (Þeir sem lesa frönsku geta séð hann hér.) Halda áfram að lesa

Hrútvíkkun

Svokallaðir femínistar mega eiga það að þeir eru duglegir að finna sér baráttumál. Íslenskir femnistar áttuðu sig um síðir á hinu stórkostlega vandamáli sem femínistinn My Vingren vakti athygli á fyrir nokkrum árum með herferð sem fólst í því að mynda karlmenn sem sátu gleiðir í lestum og öðrum farartækjum ætluðum almenningi. Halda áfram að lesa

Sundfatalöggan nú og þá

3828019118_115785bc0e_b

Frakkar boða hertar aðgerðir gegn kvennakúgun og verður kvenréttindum framfylgt á þann hátt að konur sem klæðast hryðjuverkalegum sundfötum af því tagi sem sjá má á myndinni (hún er tekin í Tyrklandi) geta reiknað með afskiptum franskra staðaryfirvalda, a.m.k. í Cannes, ef þær láta sjá sig þannig til fara á ströndinni. Halda áfram að lesa

Meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna – Pye Jakobsson um afglæpavæðingu kynlífsþjónustu o.fl.

pye-jakobsson-2014-688x451

Viðtal sem ég tók fyrir Kvennablaðið

Kvennablaðið hefur síðustu daga birt umfjöllun um opið bréf sænsku samtakanna Rose Alliance til utanríkisráðuneytisins þar sem skorað er á íslensk yfirvöld að endurskoða þá afstöðu sína að leggjast gegn því að hugtakið sex worker verði notað í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. 250 samtök og hreyfingar hafa lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. Pye Jakobsson, talsmaður Rose Alliance, heimsótti á Ísland á dögunum, Kvennablaðið tók hana tali. Halda áfram að lesa

Og Kastljósið tekur þátt í þögguninni

kastljos-688x451

Á Íslandi er nú stödd sænsk kona að nafni Pye Jakobsson. Hún er einn helsti talsmaður réttindabaráttu starfsfólks í kynlífsiðnaði og starfaði sjálf í þeim geira í mörg ár. Koma Pye til Íslands er samstarfsverkefni sænsku samtakanna Rose Alliance og Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi en tilefni heimsóknarinnar er sú ósvinna utanríkisráðuneytis Íslands, að standa í vegi fyrir því að starfsfólk í kynlífsþjónustu verði skilgreint sem sex workers í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. Halda áfram að lesa