Og svona fyrst ég er farin að tala um Megas – sem án efa er mestur núlifandi ljóðsnillinga Íslands og hugsanlega allra tíma; ætli þeir sem hvað mest hafa hamast á Gillz vegna kvenfyrirlitningar hafi kynnt sér höfundarverk Megasar? Einhverjum ofbauð jú þegar hann orti um að telpur væru töfrandi frá tólf og niður í átta en ekki einu sinni það olli öðru eins fjaðrafoki og margra ára gömul bloggfærsla markaðsvæðingargaursins.
Greinasafn fyrir flokkinn: Kyndillinn (um kyn og klám)
Brást réttarkerfið?
Í umræðum um mál Egils Einarssonar sér maður auk spekúleringa um að rök ríkissaksóknara séu hugarburður Egils, fullyrðingar um að réttarkerfið hafi brugðist, að það sé svo erfitt fyrir þolendur að ganga í gegnum kæruferli að það sé útilokað annað en að Egill og Guðríður séu raunverulega sek um nauðgun. Halda áfram að lesa
Við vitum ekkert hvað ríkissaksóknari sagði raunverulega
Umræðan um mál Egils Einarssonar hefur verið áhugaverð, m.a. fyrir þær sakir að hún afhjúpar í senn kröfuna um öfuga sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum, langrækni, heift og hefnigirni og mikinn vilja til þess að ætla nafntoguðu fólki allan þann skíthælshátt sem hugsast getur. Halda áfram að lesa
Nú er skrattanum skemmt
Samband mitt við Djöfulinn hefur verið stormasamt á köflum. Mig langar að vera snillingur. Mig langar að skrifa eitthvað svo þrusugott að fólk læri það utanbókar án þess að vita hver ég er. Kannski hugljúft kvæði sem bæjarstarfsmaður raular á leið í vinnuna eða eitthvað svona gáfulegt sem snjáldurverjar eigna Einstein eða Dalai Lama og klístra á fb-vegginn sinn ásamt mynd af sólarlagi. Halda áfram að lesa
Íslenskar druslur
Ég ber blendnar tilfinningar til meintra feminista. Það besta við feministahreyfinguna er að hún er á köflum óþolandi og þar með nógu ögrandi til þess að knýja fram umræðu. Mér þykja yfirvaldstilburðir þeirra andstyggilegir en held líka að það gæti orðið hættulegt að kippa áhrifum þeirra úr sambandi. Halda áfram að lesa
Druslur og dindilhosur
Ég hef líklega verið í 9. bekk. Við vorum í dönskutíma, skiptumst á um að lesa og þýða. „Kvinderne hylede af fryd“ las einn. „Konurnar emjuðu af frygð“ þýddi annar. Kennarinn skellti upp úr og útskýrði góðlátlega að reyndar þýddi fryd gleði en frygð væri nú samt góð ágiskun því sennilega væru bæði orðin af sömu rót. Halda áfram að lesa
Egill getur sjálfum sér um kennt
Einu sinni var stúlka sem var athygilssjúk. Henni þóttu bólfarir hin besta skemmtun og hún bar enga sérstaka virðingu fyrir siðferðishugmyndum meirihlutans. Halda áfram að lesa