Ég hef ekki skrifað rapptexta áður og veit svosem ekki hvort þessi tilraun stenst bragreglur rappsins
Greinasafn fyrir flokkinn: Kyndillinn (um kyn og klám)
Harmageddon og kennivald kvenhyggjunnar
Um daginn skrifaði ég grein þar sem ég nefndi dæmi um það hvernig kennivald kvenhyggjunnar er smámsaman að yfirtaka fjölmiðla. Ég vissi samt ekki þá hversu langt þessi þróun er komin en Harmageddonmálið varpar enn nýju ljósi á það. Halda áfram að lesa
Finnum djöfulinn í jólasöngvum
Eins og ég hef fjallað um í pistlunum sem ég tengi á hérna neðst, er meginmakmið feminista að koma á nýju kennivaldi, kennivaldi kvenhyggjunnar. Í því skyni vinna kvenhyggjusinnar markvisst að því að yfirtaka alla umræðu og orðræðu sem snertir kynjamál. Halda áfram að lesa
Harmageddon og paródíukrísan
Ég féll fyrir Harmageddongríninu. Ég hlustaði á viðtalið og hugsaði „rassgat og alnæmi, er þetta ekki grín?“ en trúði samt. Var byrjuð að skrifa Frosta skammarbréf þegar mér var bent á að dónagaurinn kallaði sig Millz. Ég skil ekki hvernig mér gat yfirheyrst það. Í framhaldinu benti Snjáldurvinur mér svo á þessa stuttu úttekt á lögmáli Poes. Halda áfram að lesa
En ég mun samt ekki ræða Erp á feminiskum forsendum
Þrátt fyrir að ég tæki það skýrt fram í pistli mínum í gær að ég væri ekki að kalla eftir gagnrýni á Erp Eyvindarson eða ætlast til þess að feministar gagnrýndu annað en þeim bara sýnist, hafa viðbrögðin að miklu leyti snúist um það hvort eigi að gagnrýna Erp og hvort það séu þá feministar sem eigi að taka það að sér eða ég sjálf. Halda áfram að lesa
Sjóðandi fýsur sleppa – ef maður spilar með réttu liði
Þegar ég sá þetta myndband átti ég von á því að feminstar myndu brenna Erp Eyvindarson á báli.
Kynbundið ofbeldi
Hér er dæmi um kynbundið ofbeldi sem enginn áhugi er fyrir þar sem það beinist ekki að réttu kyni.
Hugtakið kynbundið ofbeldi er oft notað um allt ofbeldi sem karlar beita konur hvort sem það hefur eitthvað með kyn að gera eða ekki. Almennur skilningur á hugtakinu er sá að það eigi við um ofbeldi sem fólk yrði ekki fyrir ef það tilheyrði hinu kyninu og það er þannig sem það er notað í fjölmiðlum. Samt sem áður aðeins um ofbeldi gegn konum.