Hversvegna má ekki spyrja hvað varð um líkin?

Barin Kobani 
Mynd: The Peninsula @PeninsulaQatar Twitter

Þann 1. febrúar sl. birti Twitternotandi óhugnanlegt myndband af líki 23ja ára kúrdískrar konu, Barin Kobani, sem barðist með hersveitum Kúrda í Afrín. Á myndbandinu sjást hermenn spjalla glaðlega saman og hlæja við. Líkið liggur í götunni, það vantar á það handlegg. Buxurnar hafa verið dregnar niður um stúlkuna svo kynfærin blasa við. Treyjan dregin upp. Samt sjáum við ekki brjóst því bæði brjóstin hafa verið skorin af henni og bútur hefur einnig verið skorinn úr kviði hennar. Hermaður sést traðka á líkinu. Það eru væntanlega FSA liðar sem sjást á myndskeiðinu en þeir voru ásamt liðsmönnum islamska ríkisins á svæðinu í umboði Tyrkja, sem bera ábyrgð á innrásinni og þeim stríðsglæpum sem framdir hafa verið í tengslum við hana. Halda áfram að lesa