Dagurinn leið hratt og við vorum ekki komin að Grímsstöðum fyrr en rétt fyrir kl 8 um kvöldið. (Við komum við í Borgarnesi og keyptum ísmola o.fl. og hittum þar hana Eygljó frænku okkar en tókum því miður engan mynd.) Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Reykholtshringurinn
Frá Reykholti héldum við að Hraunfossum og Barnafossi. Pabbi hafði auðvitað komið þangað áður en hvaða máli skiptir það í góðu veðri?
Hraunfossar
Meira frá Reykholti
Höskuldargerði
Rétt hjá Snorrastofu er Höskuldargerði. Það er hrossarétt sem var reist til heiðurs einhverjum hestamanni sem hét Höskuldur frá Hofi og tengist Sturlungum varla neitt, a.m.k. ekki Sturlungasögu. Halda áfram að lesa
Froðuskrímsli
Mér var meinilla við ryklóna sem skreið meðfram veggjum ef dyrnar stóðu opnar. Taldi víst að þetta væru einhverskonar lífverur og varð smeyk þegar lóin hreyfðist. Kannski átti þessi ótti rót í hreingerningaræði ömmu minnar. Halda áfram að lesa
Amma Hulla og handritin
Amma Hulla var sjálfstæðismaður. Að vísu kaus hún kratana en það sagði hún ekki nokkrum manni. Ekki fyrr en fimm árum áður en hún dó. Ég mátti ekki segja afa það. Hann var kommi og það hefði klúðrað hinu pólitíska ógnarjafnvægi sem ríkti á heimilinu ef hann hefði rennt í grun að hollusta hennar við íhaldið væri orðum aukin. Halda áfram að lesa
Snorralaug
Myndin er af Wikimedia Commons
Heiti potturinn hans Snorra er rétt hjá Snorrastofu. Eftirfarandi umfjöllum er tekin beint héðan en stytt lítillega: Halda áfram að lesa
Þegar hnígur húm að Þorra
Hannes Hafstein orti skemmtilegt kvæði um Snorra sem er til í flutningi 14 Fóstbræðra. Mér finnst Megas nú reyndar betri en ég efast um að pabbi sé mér sammála.