Í tilefni af umræðu um skattheimtu …

Það er ofbeldi að bjóða fólki upp á að vinna 40 stunda vinnuviku fyrir launum sem duga því ekki til framfærslu meðalstórrar fjölskyldu.

Það er vítaverð vanræksla sem jafna má við ofbeldi að tryggja ekki þeim sem eru óvinnufærir nægar tekjur til að standa undir framfærslu meðalstórrar fjölskyldu auk þeim sérþörfum sem fylgja örorkunni.

Skattheimta er ekki ofbeldi heldur lögmæt valdbeiting sem m.a. er ætlað að bæta fyrir þessi brot kapítalismans.

Umræða hér

Galdrafólk á stoppistöð

Þegar ég kom að stoppistöðinni var þar fyrir karl um sjötugt. Hann gaf sig að mér og reyndist hinn almennilegasti. Karl og kona, bæði sennilega um sextugt komu aðvífandi, voru með vegakort og spurðu hvar þau væru stödd. Konan var með lillablátt hár sem stóð undan röndóttri prjónahúfu og sérkennilega leðurtuðru í axlaról. Karlinn var í víðum kufli sem var festur saman með silfurspennu í hálsmálinu og með skotthúfu sem náði honum niður á bringspalir. Halda áfram að lesa

Kvæði handa pöbbum og pabbaskottum

Þennan texta skifaði ég við lag eftir Begga bróður minn, eitt af þessum sem aldrei verður notað.

Í æskunnar ólgusjó,
hve indælt var pabba hjá.
Hann öryggi okkur bjó
og gamla hluti gerð´ann sem nýja.

Systir manstu þá tið,
skriðu ponsuskott í pabbaholu hlýja,
Manstu þá tíð,
allt of margir dagar milli vaktafría.

Bíltúr að bátahöfn,
berjaferð sérhvert haust,
stangveiði og steinasöfn,
bíóferð á fimm vikna fresti.

Systir manstu þá tíð,
margar ökuferðir upp í sveit með nesti.
Manstu þá tíð
er til skiptis bar hann skottin sín á hesti.

Og um vetur í vondri tíð,
þegar vindurinn kinnar beit,
þá neri hans höndin blíð
yl í litla ískalda fætur.

Systir manstu þá tíð,
dvöl hjá elsku pabba, laus við þras og þrætur.
Manstu þá tíð,
kúrðu ponsuskott við pabbaskegg um nætur.

Sundfatalöggan nú og þá

3828019118_115785bc0e_b

Frakkar boða hertar aðgerðir gegn kvennakúgun og verður kvenréttindum framfylgt á þann hátt að konur sem klæðast hryðjuverkalegum sundfötum af því tagi sem sjá má á myndinni (hún er tekin í Tyrklandi) geta reiknað með afskiptum franskra staðaryfirvalda, a.m.k. í Cannes, ef þær láta sjá sig þannig til fara á ströndinni. Halda áfram að lesa

Ekki í mínu nafni! – Viðtal við Semu Erlu Serdar

semaerla

Liðsmenn Íslensku Þjóðfylkingarinnar hyggjast mótmæla viðtöku flóttamanna á Austurvelli kl 15 í dag. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á sama stað og sama tíma undir slagorðinu Ekki í mínu nafni. Kvennablaðið tók Semu Erlu Serdar tali. Halda áfram að lesa

Varðandi borgaralaun og iðjuleysingja

Það er enginn skortur á iðjulausu fólki á fullum launum, það heita bara biðlaun en ekki borgaralaun og eru einungis í boði fyrir fólk sem hefur ekkert með meiri peninga að gera.

Einnig er nokkuð um að fólk sé á fullum launum við störf sem ekkert gagn er að og í sumum tilvikum til óþurftar. Það mætti leggja þau störf niður og jafnvel heilu stofnanirnar.

En sennilega er það ekki aðallega kostnaðurinn sem mönnum svíður, heldur er það hugmyndin um að fátæklingar geti leyft sér að gera áhugamál sín að meginviðfangsefni og kannski atvinnu, sem er svona óbærileg.