Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Það sem þurfti til að ofbjóða Bjartri framtíð
Nú vitum við loksins hvað þarf til þess að ofbjóða Bjartri framtíð. Það gleður mig í sjálfu sér að flokkurinn hafi slitið ríkisstjórnarsamstarfinu en forsenda Bjartrar fyrir þeirri ákvörðun er umhugsunarverð. Halda áfram að lesa
Ég elska Strathclyde!
Myndin sýnir vegg við John Street sem tilheyrir háskólalóðinni.
Þessum vegg geng ég fram hjá á leið í skólann. Myndin er héðan.
Fyrsti alvöru kennslutíminn við Lagadeild Strathclyde háskóla var í morgun. Ég er himinlifandi! Þetta var eins og Árnagarður ´91 mínus reykingar. Áhugavert námsefni, kennarar sem hafa áhuga á kennslu og nemendur sem hafa áhuga á námsefninu. Halda áfram að lesa