Nei, því miður

UT81PuBXjhXXXagOFbXjAllar 350 skóbúðirnar í miðborg Glasgow eru troðfullar af sandölum sem allir eiga það sameiginlegt að vera með sóla á þykkt við flatkökur og álíka sveigjanlega og ofnplötur. 90% þeirra eru auk þess alsettir pallíettum, glerperlum og plastblómum. Í dag fann ég loksins það sem mig vantaði en áður fór ég í ekki færri en 20 skóbúðir og ég er ekki að grínast; neðangreint samtal er ekki einu sinni fært í stílinn.

Afgreiðslustúlkan: Get ég aðstoðað?
Eva: Það vona ég. Ég er að leita að sandölum sem eru ekki með neinu glitrandi skrauti og betri botni en þessir hérna. Það þarf að vera hægt að ganga á þeim.
Afgreiðslustúlkan: Því miður erum við ekki með neina skó sem hægt er að ganga á.

Til hvers að aðlagast menningunni?

Ég ólst upp á Íslandi, er kennd við föður minn og þekki Hallgrímskirkju og Geysi á myndum. Ég er ljós yfirlitum, hef prjónað lopapeysur og mér finnst saltkjöt gott. Tala íslensku betur en önnur mál. Það eru þessi atriði ásamt langfeðgatali og íslensku vegabréfi sem ég hef í huga þegar ég segist vera Íslendingur. Hvort ég hef nokkurntíma verið vel aðlögðuð íslensku samfélagi er hinsvegar umdeilanlegt og hvað merkir það í raun? Hvernig hegðar vel „aðlagaður“ Íslendingur sér? Hver er munurinn á þeim sem er almennt frekar  andfélagslegur og þeim sem er ekki Íslendingslegur í hátterni og hugsun? Halda áfram að lesa

Heil appelsína er miklu óhollari en hálf

Maður þarf ekki að vera vel að sér í næringarfræði til þess að giska á að það sé vond hugmynd að ala börn (eða fullorðna ef því er að skipta) eingöngu á orkuríku og/eða mjög einhæfu fæði. Og nei, ég vil ekki að skólamötuneyti bjóði upp á franskar og pizzu daglega. En hvað í fjandanum á þetta að þýða? Halda áfram að lesa