Nú er skrattanum skemmt

download (2)

Samband mitt við Djöfulinn hefur verið stormasamt á köflum. Mig langar að vera snillingur. Mig langar að skrifa eitthvað svo þrusugott að fólk læri það utanbókar án þess að vita hver ég er. Kannski hugljúft kvæði sem bæjarstarfsmaður raular á leið í vinnuna eða eitthvað svona gáfulegt sem snjáldurverjar eigna Einstein eða Dalai Lama og klístra á fb-vegginn sinn ásamt mynd af sólarlagi. Halda áfram að lesa

Íslenskar druslur

Ég ber blendnar tilfinningar til meintra feminista. Það besta við feministahreyfinguna er að hún er á köflum óþolandi og þar með nógu ögrandi til þess að knýja fram umræðu. Mér þykja yfirvaldstilburðir þeirra andstyggilegir en held líka að það gæti orðið hættulegt að kippa áhrifum þeirra úr sambandi. Halda áfram að lesa

Druslur og dindilhosur

ELVGREN_img_38

Ég hef líklega verið í 9. bekk. Við vorum í dönskutíma, skiptumst á um að lesa og þýða. „Kvinderne hylede af fryd“ las einn. „Konurnar emjuðu af frygð“ þýddi annar. Kennarinn skellti upp úr og útskýrði góðlátlega að reyndar þýddi fryd gleði en frygð væri nú samt góð ágiskun því sennilega væru bæði orðin af sömu rót. Halda áfram að lesa

Lágstemmdi lögmaðurinn

Ríkissaksóknari vísaði máli Egils Einarssonar frá og þar sem almenningur veit ekki rassgat um málið þjónar kannski litlum tilgangi að velta fyrir sér réttmæti þessarar frávísunar. Í morgun sá ég umræður á DV (ég sé þær ekki lengur svo DV hefur væntanlega afmáð ummælin) þar sem m.a. kom fram að þótt málið væri ekki metið ákæruhæft bæri ekki að skilja það svo að ekkert refsivert hefði komið fram, það væri bara ekki nóg til sakfellingar. Mér finnst þetta einkennileg hugmynd. Ef sönnun um eitthvað refsivert finnst, þá dugar hún væntanlega til sakfellingar eða hvað? Halda áfram að lesa

Eru sex máltíðir á dag töfratrix?

Önnur kenning sem ég hef margrekist á síðustu daga er sú að til þess að grennast sé best að borða oft og lítið í einu. Sex litlar máltíðir á dag, frekar en þrjár stórar. Sjálf borða ég 10 -12 sinnum á dag svona venjulega, (ég borða t.d. ávexti yfirleitt í þremur áföngum) en ef mér finnst ég orðin of feit borða ég ekki nema 3-4 sinnum. Sleppi semsagt kexi, nammi og ávöxtum nema þeir séu hluti af máltíð. Ég lofa því ekki að það virki til þess að léttast mikið en 1-2 kíló fjúka nokkuð auðveldlega með því að borða sjaldnar og sleppa sósum. Halda áfram að lesa

Heilbrigðisbull

Voðalega leiðist mér þessi þvæla.

1. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að fólk hafi gott af því að borða ef það er ekki svangt. Ef þú finnur ekki hjá þér þörf fyrir morgunmat, slepptu honum þá bara. Taktu með þér nesti ef þú þekkir sjálfan þig að því að troða kleinuhring eða hverju sem tönn á festir í andlitið á þér um leið og þú finnur til hungurs. Halda áfram að lesa