Seinna í dag hitti ég konsúlinn og gef Alþingi skilaboð um álit mitt á stjórnarskrártillögunni. Ég álít hreint ekki að hún sé gallalaus en til þess að ný stjórnarskrá verði tekin upp þarf umræða að fara fram í þinginu. Þessvegna ætla ég að mæla með því að tillaga Stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Bætt götuheiti
Nú þegar réttarstaða kvenna í Reykjavík hefur stórbatnað með nýjum götuheitum, ættum við að ganga skrefinu lengra og endurnefna borgina. Hún ætti að heita Gufuvík. Það er bæði réttara vegna þess að það sem Golli hélt að væri reykur var í raun gufa en auk þess er gufa kvenkynsorð og við hæfi að taka það upp, úr því að ekki rýkur lengur af eldum feðraveldisins.
Er gott að gera heimspeki að skyldufagi í grunnskólum?
Ég efast ekki um að sum börn hefðu gaman af því að læra heimspeki og að mínu mati er ekkert fráleitara að bjóða íslenskum börnum upp á heimspeki en þjóðsögur Gyðinga. Hvort er einhver ástæða til að skylda öll börn til að læra allt sem boðið er upp á er meira álitamál og þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar í þingsályktunartillögunni sem sagt er frá hér eru verulega vafasamar. Halda áfram að lesa
Valdsorðaskak – Gestapistill eftir Pétur Þorsteinsson
Nú er það þannig að Ísland á engan her, ekkert bakland þjálfaðra bardagaþursa, til að tryggja völdin, líkt og aðrar þjóðir.
Eini hópurinn sem gæti tekið völdin í landinu á hluta úr degi er lögreglan. Það er ekki það sem stéttin hefur viljað hingað til – en lengi má manninn reyna… (Eða hvað?)
Tilvitnunin hér að ofan er niðurlag Feisbókar-glósu kunns lögreglumanns með langan starfsferil að baki. Halda áfram að lesa
Af feminiskri stjarnfræði
Svör Elfu Jónsdóttur við síðasta pistli mínum (svörin sjást í umræðuþræði við færsluna) eru athyglisvert dæmi bæði um þann hugsunarhátt og þá aðferðafræði sem einkennir íslenska dólgafeminista. Elfa telur allt í lagi að slaka á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum, vegna þess að líkurnar á því að maður sé dæmdur að ósekju séu „stjarnfræðilega“ litlar. Halda áfram að lesa
Þegar já þýðir nei
Hefur þú einhverntíma sagt já þegar þú ert beðinn um eitthvað þótt þér sé það þvert um geð? Halda áfram að lesa
Forvarnir
Þegar Framsókn lofaði vímuefnalausu Íslandi árið 2000, hlógu menn ýmist dátt eða hristu höfuðið í uppgjöf. Sneru sér svo að raunhæfari markmiðum, t.d. vímuefnalaunum grunnskóla. Halda áfram að lesa