Ég féll fyrir Harmageddongríninu. Ég hlustaði á viðtalið og hugsaði „rassgat og alnæmi, er þetta ekki grín?“ en trúði samt. Var byrjuð að skrifa Frosta skammarbréf þegar mér var bent á að dónagaurinn kallaði sig Millz. Ég skil ekki hvernig mér gat yfirheyrst það. Í framhaldinu benti Snjáldurvinur mér svo á þessa stuttu úttekt á lögmáli Poes. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
En ég mun samt ekki ræða Erp á feminiskum forsendum
Þrátt fyrir að ég tæki það skýrt fram í pistli mínum í gær að ég væri ekki að kalla eftir gagnrýni á Erp Eyvindarson eða ætlast til þess að feministar gagnrýndu annað en þeim bara sýnist, hafa viðbrögðin að miklu leyti snúist um það hvort eigi að gagnrýna Erp og hvort það séu þá feministar sem eigi að taka það að sér eða ég sjálf. Halda áfram að lesa
Magnús Sveinn Helgason kommentar
Mér finnst dálítið undarleg ráðstöfun hjá fólki sem hefur blokkerað mig á fb að vera að kommenta hjá mér, þar sem ég get ekki séð þau ummæli nema í gegnum þriðja aðila. Athugasemd Magnúsar Helgasonar um að fýsutal Erps sé „hluti af listrænum gjörningi“ er svo hlægileg að ég ætla ekki einu sinni að svara henni.
Það er bull hjá Magnúsi að mér finnist ekkert athugavert við það hvernig Erpur talar, það var hinsvegar ekki umfjöllunarefni þessarar greinar, heldur var ég að benda á að það sem ræður því hvað er skoðað sem kvenhatur er ekki það sem sagt er, heldur tengsl mælandans við pólitískar hreyfingar.
Sjóðandi fýsur sleppa – ef maður spilar með réttu liði
Þegar ég sá þetta myndband átti ég von á því að feminstar myndu brenna Erp Eyvindarson á báli.
Jaðarsetning í bókstaflegri merkingu
Það á semsagt að leysa „vandamál“ með því að flytja gleðikonur út í iðnaðarhverfin. Væntanlega til þess að vernda þær eða hvað? Hér sést glöggt að „vandamálið“ er aðallega fólk sem þolir ekki að vita af kynlífsþjónustu nálægt sér og að baráttan gegn klámi og kynlífsþjónustu kemur mansali nákvæmlega ekkert við.
Hjálpum þeim og þau munu hjálpa okkur
Nú er bara tæpur mánuður til jóla og eitt af því sem einkennir aðventuna er örlæti og kærleikur í garð fátækra og hrjáðra. Halda áfram að lesa
Málaga
Komum til Malaga í dag. Erum búin að kíkja á miðbæinn. Göturnar eru flísalagðar og það kemur mér á óvart hvað þær eru hreinar og fínar. Þetta er algjör túristastaður. Veitingahús og minjagripabúðir allsstaðar.
Ég hef aldrei farið á hlýjan stað í skammdeginu fyrr en naut þess virkilega í dag að rölta um í 18 gráðu hita og það byrjar ekkert að skyggja fyrr en eftir kl 5. Það eru jólaskreytingar á öllum torgum og verður væntanlega búið að kveikja á þeim þegar við förum út að borða á eftir.
***
Borðaði dásamlegan skötusel utan dyra í hlýju myrkri, kom svo heim á hótel og uppgötvaði að Colbert Nation þættirnir eru aðgengilegir á Malaga. Líf mitt er fullkomið.