Lestin renndi að og kona sem hafði greinilega gengið hraðar en henni þótti þægilegt kom niður á brautarpallinn í sömu andrá. „Ég er fegin að ég náði lestinni, það er svo langt á milli ferða á kvöldin“ sagði hún um leið og við stigum inn í vagninn. „Annars á maður ekki að kvarta yfir Scotrail, ég bjó í London í tvö ár og lestarkerfið þar er hræðilegt. Það er ekki mikið um seinkanir hér og lestirnar eru hreinar og þægileg sæti“ hélt hún áfram. Hún settist á móti mér og var greinilega í stuði til að spjalla. Ég tók undir ánægju hennar með Scotrail, sagðist ekki spennt fyrir því að aka í vinstri umferð. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Fyrirgefðu
Beggi bróðir minn var að gefa út lag. Maggi Magg pródúseraði og Arnfinnur Rúnar gerði myndbandið.
Beggi er söngvari hljómsveitarinnar Shadow Parade en hefur ekki gefið út lag undir eigin nafni áður. Hann býr yfrir ofgnótt vannýttra hæfileika og á helling af góðum lögum sem hann hefur enn ekki komið út. Ég vona að þetta sé bara byrjunin.
Vælandi lögmenn
Flestir eru nú orðnir fórnarlömb. Ekki hvarflaði að mér þegar ég ákvað að læra lögfræði að ég væri með því að ganga inn í væluskjóðusamfélag. Hvers vegna ætti meira en helmingur þeirra sem læra lögfræði að verða lögmenn – það eru margir aðrir kostir í boði, t.d. þægileg störf hjá ríkinu. Og af hverju ættu dómstólar að taka tillit til álagsins á lögmönnum? Þeir sem reka lögmannsstofur geta oftast stjórnað því hversu mörg og stór verkefni þeir taka að sér og ef þeir eru með of mikið á sinni könnu eiga þeir bara að ráða fleira fólk.
Það er bara fínt, ef rétt er, að svona margir lögfræðingar stefna ekki á lögmennsku og kannski ekki einu sinni á vinnu sem lögfræðingar. Það er þá ekki ástæða til að ætla að róbótavæðingin muni valda verulegu atvinnuleysi meðal lögfræðinga. Og kannski bara kostur að þeir sem héldu að lögmenn þyrfu ekki að vinna fyrir laununum sínum eins og annað fólk finni sér eitthvað annað að gera.
Mun ritstjórnarstefna Sykurbergs hafa áhrif á bloggið?
Samkvæmt þessu ætlar FB að fara að takmarka hversu mikið við sjáum af efni frá fréttamiðlum. Það sama hlýtur þá að gilda um bloggfærslur sem við deilum. Halda áfram að lesa
Fordómar gagnvart einhleypum
Það er árið 2018 og ennþá viðgengst það að komið er fram við einhleypt fólk eins og einhverskonar úrkast. Á Bolungarvík hefur tíðkast að útiloka einhleypa frá Þorrablóti (eða þannig var það a.m.k. fyrir nokkrum árum) og sama venja er víst viðhöfð á Fáskrúðsfirði. Halda áfram að lesa
Ílát
Ég tala um há ílát með loki sem bauka, sérstaklega ef þau eru úr málmi. Baukur sem er hlutfallslega mjög hár er staukur, einkum ef gert er ráð fyrir að maður noti hann til að strá eða hella innihaldinu úr. Málmílát sem ekki er hægt að loka aftur og lægri bauka kalla ég dósir og þau sem eru meiri á vídd en hæð heita box. Það er líka hægt að tala um platbox og pappabox en ef það er ekki tilgreint nánar er box úr málmi. Stór málmílát heita dunkar. Halda áfram að lesa
Áramótaheitið
Ég hef alveg staðið við að taka myndir en þær eru allar ömurlegar og mig langar ekki að birta þær. Lét mig hafa það fyrstu dagana af því að ég hélt að ég þyrfti bara að læra á vélina og ætlaði ekki að finna mér neina afsökun. En það er ekki ég sem er vonlaus. Borghildur kom í gær og sannreyndi að það er myndavélin sem er drasl. Við erum að fara heim í dag og þar er betri sími með myndavél sem er örugglega töluvert betri. Það er reyndar frekar fúlt að alla daga það sem af er árinu hef ég haft eitthvert tilefni til að mynda og má búast við að það verði heldur minna um hopp og hí á næstu vikum en ég verð þá bara að taka myndir af Einari.