Borg

Ljósastauraskógur.
Malbikaður árfarvegur.
Málmfiskar malandi af ánægju
í röð og jafna bilin
synda hratt milli gljáandi ljósorma
undir skini glitepla.

Líf.

Fjarri einsemd og myrkri.
Fjarri bílakirkjugarði
og ónýtum gaddavírsgirðingum.
Fjarri mýrarflákum,hrossaskít
og bilaðri rotþró.
Regnbogabrák í vætu bensínstöðvarplansins.
Ilmur af borg.

Hingað liggja allar leiðir.