Út vil ek

Búin að bóka flug og undarlegt nokk, mér líður bara strax miklu betur. Óvissa getur verið skemmtileg að vissu marki en til lengdar skiptir máli að hafa þótt ekki sé nema eitt atriði varðandi framtíðina á hreinu. Ég er allavega að fara út um mánaðamótin, a.m.k. í smátíma og kannski lengur. Halda áfram að lesa

Appelsínuhúð

Einhverju sinni kom upp umræða um appelsínuhúð í mínum vinahóp. Aðal spjátrungurinn, maður sem skipti áreiðanlega oftar um bólfélaga en nærbuxur, yppti öxlum og sagðist aldrei hafa verið með konu með appelsínuhúð. Ég gat engan veginn lagt trúnað á að jafn víðriðinn maður hefði aldrei þreifað á ófögnuði af þessu tagi en þegar ég gekk á hann kom í ljós að þegar hann talaði um appelsínuhúð, þá átti hann við mörköggla á stærð við vínber. Halda áfram að lesa

Hittum AGS

Hitti AGS gær ásamt Árna Daníel. Þetta var mikið froðusnakk.

Ingó tók myndina og eftir á fórum við þrjú og fengum okkur bjór saman. Kom í ljós að Ingó var orðinn of seinn með að skila inn ljósmyndum sem áttu að fara á sýningu í Miami. Var sko ekki einu sinni byrjaður að taka þær og eiginlega bara að leita að módeli.

Nújæja, við höfum svosem rætt möguleikann á því að ég pósi fyrir hann og það varð úr. Nóttin fór í tökur og myndvinnslu en hann náði að skila inn.

Fokk gaman að vinna með honum og nokkuð víst að við eigum eftir að vinna meira saman.